Enski boltinn

Arsenal og Brighton komast að samkomulagi um Trossard

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leandro Trossard verður að öllum líkindum orðinn leikmaður Arsenal næsta sólarhringinn.
Leandro Trossard verður að öllum líkindum orðinn leikmaður Arsenal næsta sólarhringinn. vísir/Getty

Arsenal og Brighton hafa komist að samkomulagi um kaupverð á belgíska kantmanninum Leandro Trossard. 

Arsenal mun greiða 21 milljón punda fyrir leikmanninn, en það samsvararar tæplega 3,8 milljörðum króna. Árangurstengdir bónusar gætu þó hækkað verðið upp í 27 milljónir punda.

Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá því að samningar milli Arsenal og Brighton séu svo gott sem í höfn, en þar á meðal er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano.

Trossard mun að öllum líkindum skrifa undir fjögurra ára samning við Arsenal og búist er við því að samningar verði í höfn á næsta sólarhringnum.

Leikmaðurinn hefur verið í herbúðum Brighton síðan árið 2019 og hefur skorað 25 mörk í 116 deildarleikjum fyrir liðið. Þá á þessi 28 ára gamli kantmaður að baki 24 leiki fyrir belgíska landsliðið þar sem hann hefur skorað fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×