Enski boltinn

Stuðningsmenn Arsenal fá Bóndadagsgjöf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leandro Trossard hefur leikið 24 leiki og skorað fimm mörk fyrir belgíska landsliðið.
Leandro Trossard hefur leikið 24 leiki og skorað fimm mörk fyrir belgíska landsliðið. getty/David S. Bustamante

Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, hefur staðfest kaupin á belgíska landsliðsmanninum Leandro Trossard frá Brighton.

Trossard lék með Brighton í tæp fjögur ár, alls 122 leiki og skoraði í þeim 25 mörk.

Hann lenti upp á kant við Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóra Brighton, sem var ekki ánægður með viðhorf Belgans. Umboðsmaður Trossards sakaði De Zerbi um að niðurlægja skjólstæðing sinn og svo fór að hann var seldur til Arsenal.

Trossard gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Arsenal þegar liðið tekur á móti Manchester United á sunnudaginn. Skytturnar eru með fimm stiga forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en eiga leik til góða á meistarana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×