Enski boltinn

John Terry birtist ó­vænt í miðjum stuðnings­mann­ahópi Chelsea á Anfi­eld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry er einn dáðasti leikmaðurinn í sögu Chelsea enda fyrirliðinn á gullaldarárum liðsins.
John Terry er einn dáðasti leikmaðurinn í sögu Chelsea enda fyrirliðinn á gullaldarárum liðsins. Getty/Richard Heathcote

Hörðustu stuðningsmenn Chelsea létu sig ekki vanta þegar Chelsea heimsótti Liverpool á Anfield um helgina. Þeir áttu samt örugglega ekki von á því að hitta hetjuna sína þar.

Chelsea vörnin hélt hreinu í leiknum og liðið náði í gott stig sem gæti möguleika verið upphafið að einhverju betra hjá Chelsea mönnum eftir mjög erfiðar vikur að undanförnu.

John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea og einn besti leikmaðurinn í sögu félagsins, laumaði sér inn meðal stuðningsmanna liðsins á þessum mikilvæga leik.

Terry lét engan sjá framan í sig þegar hann mætti en stuðningsmennirnir tóku honum einstaklega vel þegar þeir uppgötvuðu hver var mættur meðal þeirra í útiliðastúkunni.

Sky Sports sýndi myndband af óvæntri heimsókn Terry í miðjan stuðningsmannhóp Chelsea á Anfield en samkvæmt upplýsingum þeirra hafði gamli Chelsea fyrirliðinn mjög gaman af þessu og skemmti sér konunglega.

Stuðningsmennirnir voru líka duglegir að syngja til Terry þegar þeir vissu af honum á staðnum.

Terry lék alls 717 leiki fyrir Chelsea á árinum 1998 til 2017 og er þriðji leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Hann tók við fjórtán bikurum sem fyrirliði liðsins þar af Englandsmeistarabikarnum fimm sinnum og Meistaradeildarbikarnum 2012.

Það má sjá myndband Sky Sports hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×