Enski boltinn

Sló hraðamet ensku úrvalsdeildarinnar strax í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mykhailo Mudryk á ferðinni með boltann í leik Chelsea á móti Liverpool á Anfield.
Mykhailo Mudryk á ferðinni með boltann í leik Chelsea á móti Liverpool á Anfield. AP/Jon Super

Nýr leikmaður Chelsea var ekki lengi að koma sér í metabækur tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Chelsea keypti Úkraínumanninn Mykhailo Mudryk frá Shakhtar Donetsk 15. janúar síðastliðinn eftir að leikmaðurinn hafði verið orðaður við Arsenal.

Mudryk er enn bara 22 ára hamall og hafði verið að gera góða hluti með Shakhtar Donetsk liðinu í Evrópukeppninni en hann skoraði þrjú mörk í sex leikjum með úkraínska liðinu í Meistaradeildinni.

Chelsea borgaði 62 milljónir punda fyrir hann en upphæðin gæti hækkað upp í 89 milljónir.

Mudryk fékk sinn fyrsta leik á móti Liverpool á Anfield um síðustu helgi þar sem hann kom inn á sem varamaður.

Mudryk náði ekki að skora ekki frekar en aðrir leikmenn í leiknum en hann setti hins vegar nýtt hraðamet.

Mudryk mældist hlaupa á 36,63 kílómetra hraða í leiknum og sló þar með út Everton manninn Anthony Gordon sem hefur farið hraðast á 36,61 kílómetra hraða.

Aðrir á lista yfir þá fljótustu í deildinni eru Darwin Nunez hjá Liverpool, Erling Haaland hjá Manchester City og Denis Zakaria hjá Chelsea. Það má sjá topplistann hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×