Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2023 07:00 Hafa rafræn samskipti þín eða makans valdið einhvers konar vandamálum í sambandinu? Getty Íslenska kvikmyndin Villibráð hefur hlotið mikla athygli eftir að hún var frumsýnd þann 6. janúar og hefur verið vinsælasta myndin í bíóhúsum síðustu þrjár vikur. Inntakið, svik í samböndum sem komast upp í ansi djörfum samkvæmisleik vinahóps í vesturbæ Reykjavíkur, virðist ýta hressilega við áhorfendum þegar ævintýraleg atburðarásin byrjar taktískt að kitla allar taugarnar. Hlátur, stress, vændræðalegheit, sorg, spenna, sannleikur og svik. Taugatrekkjandi tilfinningakokteill sem virðist samt sem áður fullkomin pörun við átta rétta mislukkaðan matseðil kvöldsins. Án þess að rýna í söguþráð myndarinnar er óhætt að segja að rafræn samskipti og óvænt opinberun þeirra sé kjarninn og það sem fær líklega flesta áhorfendur til að hugsa, líta sér nær, já eða jafnvel fjær. Einkasamtöl, einkamál? Hvenær eru rafræn samskipti svik og hvenær eru þau einfaldlega bara sár eða óheppileg fyrir þann sem sér þau og á ekki að sjá þau? Ekki eru öll samtöl eða samskipti sem við eigum ætluð allra eyrum eða augum, án þess að þau séu á einhvern hátt svik eða feluleikur. Það telst eðlilegt að flestir vilji eiga sín einkasamtöl, sín einkamál. Geta rætt við trúnaðarvini um sambandið, fjármálin eða fjölskylduna og svo fram eftir götunum. Svo er það hin hlið peningsins. Samtölin og samskiptin sem eru hreinlega svik. Framhjáhald, feluleikir eða fals. Ástarsambönd geta verið æði ólík, af öllum toga og misjafnt hvað einstaklingum eða pörum finnst viðeigandi og hvað ekki. En hvar liggja mörkin þegar kemur að rafrænum samskiptum, spjalli eða hegðun á samfélagsmiðlum? Á meðan einhver pör eru nokkuð samstíga þegar kemur að þessum málum eru önnur sem eru það alls ekki. Í þeim samböndum geta samskipti eða hegðun á samfélagsmiðlum valdið mikilli spennu eða vandræðum í sambandinu, jafnvel sambandsslitum. Spurning vikunnar er að þessu sinni sprottin út frá þessum hugleiðingum og beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Könnuninn er kynjaskipt og fólk beðið að svara þeirri könnun sem á við. Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Konur svara hér: Karlar svara hér: Kvár svara hér: Þeir sem hafa áhuga á því að deila sinni upplifun/sögu tengdri rafrænum samskiptum í ástarsamböndum er bent á netfangið: makamal@syn.is. Fullum trúnaði heitið. Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Bakaríið Bylgjan Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Hlátur, stress, vændræðalegheit, sorg, spenna, sannleikur og svik. Taugatrekkjandi tilfinningakokteill sem virðist samt sem áður fullkomin pörun við átta rétta mislukkaðan matseðil kvöldsins. Án þess að rýna í söguþráð myndarinnar er óhætt að segja að rafræn samskipti og óvænt opinberun þeirra sé kjarninn og það sem fær líklega flesta áhorfendur til að hugsa, líta sér nær, já eða jafnvel fjær. Einkasamtöl, einkamál? Hvenær eru rafræn samskipti svik og hvenær eru þau einfaldlega bara sár eða óheppileg fyrir þann sem sér þau og á ekki að sjá þau? Ekki eru öll samtöl eða samskipti sem við eigum ætluð allra eyrum eða augum, án þess að þau séu á einhvern hátt svik eða feluleikur. Það telst eðlilegt að flestir vilji eiga sín einkasamtöl, sín einkamál. Geta rætt við trúnaðarvini um sambandið, fjármálin eða fjölskylduna og svo fram eftir götunum. Svo er það hin hlið peningsins. Samtölin og samskiptin sem eru hreinlega svik. Framhjáhald, feluleikir eða fals. Ástarsambönd geta verið æði ólík, af öllum toga og misjafnt hvað einstaklingum eða pörum finnst viðeigandi og hvað ekki. En hvar liggja mörkin þegar kemur að rafrænum samskiptum, spjalli eða hegðun á samfélagsmiðlum? Á meðan einhver pör eru nokkuð samstíga þegar kemur að þessum málum eru önnur sem eru það alls ekki. Í þeim samböndum geta samskipti eða hegðun á samfélagsmiðlum valdið mikilli spennu eða vandræðum í sambandinu, jafnvel sambandsslitum. Spurning vikunnar er að þessu sinni sprottin út frá þessum hugleiðingum og beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Könnuninn er kynjaskipt og fólk beðið að svara þeirri könnun sem á við. Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Konur svara hér: Karlar svara hér: Kvár svara hér: Þeir sem hafa áhuga á því að deila sinni upplifun/sögu tengdri rafrænum samskiptum í ástarsamböndum er bent á netfangið: makamal@syn.is. Fullum trúnaði heitið.
Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Bakaríið Bylgjan Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira