Enski boltinn

Punga út 45 milljónum fyrir sjö marka manninn hjá Everton

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mættur.
Mættur. vísir/Getty

Enski sóknarmaðurinn Anthony Gordon er genginn til liðs við Newcastle United frá Everton.

Þessi 22 ára gamli framherji var nokkuð eftirsóttur síðasta sumar og var mikið orðaður við Chelsea. Hann óskaði eftir sölu frá uppeldisfélagi sínu, Everton, þegar Newcastle spurðist fyrir um hann í byrjun janúarmánaðar og var hættur að mæta á æfingar hjá Everton undir það síðasta.

Kaupverðið er 40 milljónir punda en getur hækkað upp í 45 milljónir í árangurstengdum greiðslum.

Gordon lék sinn fyrsta leik fyrir Everton í úrvalsdeildinni í byrjun árs 2020 og lék svo sem lánsmaður hjá Preston North End í ensku B-deildinni um stutt skeið 2021.

Hann hefur leikið 65 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skorað sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×