Enski boltinn

„Vildum byrja árið af krafti en við erum verri“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andy Robertson í baráttu við Tariq Lamptey í leik Brighton og Liverpool í gær.
Andy Robertson í baráttu við Tariq Lamptey í leik Brighton og Liverpool í gær. getty/Jacques Feeney

Andy Robertson var niðurlútur eftir að Liverpool féll út úr ensku bikarkeppninni fyrir Brighton í gær.

Liverpool komst yfir með marki Harveys Elliott en Lewis Dunk jafnaði fyrir Brighton. Kaoru Mitoma skoraði svo sigurmark Mávanna skömmu fyrir leikslok.

Liverpool er þar með úr leik í bikarkeppninni, deildabikarnum og er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Robertson, sem var fyrirliði Liverpool í leiknum á Amex leikvanginum í gær, viðurkenndi að staðan væri ekki góð.

„Þetta tímabil hefur ekki verið nærri því nógu gott,“ sagði Skotinn hreinskilnislega. 

„Í byrjun ársins vildum við byrja af krafti en það hefur ekki gerst. Við erum verri. Við höfum ekki verið nógu góðir í deildinni og erum úr leik í báðum bikarkeppnunum.“

Næsti leikur Liverpool er gegn Wolves næsta laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×