Enski boltinn

Dyche ráðinn til Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sean Dyche er kominn með nýtt starf.
Sean Dyche er kominn með nýtt starf. getty/Stephen Pond

Sean Dyche hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Everton. Hann tekur við liðinu af Frank Lampard sem var rekinn í síðustu viku.

Dyche skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Everton. Hann stýrir liðinu í fyrsta sinn þegar það tekur á móti toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, á laugardaginn.

Dyche hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Burnley í apríl síðastliðnum. Hann stýrði liðinu í áratug með góðum árangri. Undir stjórn Dyches náði Burnley meðal annars Evrópusæti.

Dyche hefur verk að vinna hjá Everton enda liðið í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×