Skotinn niður og út úr leiknum í sigri Newcastle í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 12:01 Alexander Isak er hér leiddur af velli af læknaliði Newcastle United í gærkvöldi. Getty/Stu Forster Newcastle komst í gær í sinn fyrsta úrslitaleik á Wembley í 24 ár þegar liðið vann 2-1 sigur á Southampton í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Newcastle liðið vann samanlagt 3-1 en liðið var síðast á Wembley á móti Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins 1999. United vann þar annan af þremur bikurunum sínum á ellefu sögulegum dögum en nokkrum dögum síðar vann liðið endurkomusigur á Bayern í Barcelona. Oroväckande bilder på Alexander Isak https://t.co/eAZMYw0TXa— Sportbladet (@sportbladet) January 31, 2023 Það er því langt síðan stuðningsmenn Newcastle gátu fylgt liði sínu á Wembley leikvanginn. Í rauninni er búið að „skipta um“ leikvanginn síðan þeir voru þar síðast. Wembley leikvangurinn var endurbyggður á sama stað á árunum 2003 til 2007. Það var hins vegar ekki eintóm gleði hjá Newcastle liðinu í gær því ein af stjörnum liðsins ætlar að ganga frekar illa að halda sér inn á vellinum þrátt fyrir góða frammistöðu. Sænski framherjinn Alexander Isak hefur byrjað vel hjá Newcastle þegar hann hefur verið heill en það óhætt að segja að meiðsladraugurinn elti Svíann á röndum síðan hann samdi við félagið. Alexander Isak suffered a possible concussion in Newcastle s semi-final Carbao Cup win over Southampton on Tuesday evening.More from @jwhitey98 #NUFChttps://t.co/NhQdgLHoXW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2023 Nýjasta dæmið um það var í gær þegar Svíinn var svo sannarlega seinheppinn. Það væri þó auðveldlega hægt að segja líka að hann hafi fórnað sér fyrir liðið. Isak er frekar nýkominn til baka eftir að tognun aftan í læri hélt honum frá keppni frá október fram í janúar. Hann tryggði liðinu sigur á Fulham í fyrsta deildarleik sínum eftir meiðslin og er kominn með þrjú mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Í leiknum á móti Southampton í gær kom hann inn á sem varamaður á 61. mínútu en náði samt ekki að klára leikinn. Á 84. mínútu leiksins fékk Southampton aukaspyrnu og aukspyrnumeistarinn James Ward-Prowse lét vaða. Isak fórnaði sér í veginn og Ward-Prowse skaut hann hreinlega niður. Isak lá eftir og þurfti aðstoð frá læknaliðinu. Hann hélt samt leik áfram en leið greinilega ekki vel. Þegar var komið fram í uppbótatíma varð orðið ljóst að Isak gæti ekki haldið áfram leik. Honum var því skipt af velli. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði að Alex hafi ekki liðið vel og því hafi hann verið tekinn af velli. Það var þó ekki fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir að hann varð fyrir þrumuskoti Ward-Prowse. Það er óttast að Svíinn hafi fengið heilahristing og gæti því misst af næstu leikjum þess vegna. Newcastle stuðningsmenn vonast þó eftir því að hann geti spilað úrslitaleikinn á Wembley sem verður væntanlega á móti Manchester United 26. febrúar næstkomandi. United er 3-0 yfir eftir fyrri leik sinn á móti Nottingham Forest og á heimaleikinn eftir sem fer fram á Old Trafford í kvöld. Howe: "Möjlig hjärnskakning på Alexander Isak".https://t.co/TMv0HNpwyy pic.twitter.com/VOxOWFCdGm— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) February 1, 2023 Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Newcastle liðið vann samanlagt 3-1 en liðið var síðast á Wembley á móti Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins 1999. United vann þar annan af þremur bikurunum sínum á ellefu sögulegum dögum en nokkrum dögum síðar vann liðið endurkomusigur á Bayern í Barcelona. Oroväckande bilder på Alexander Isak https://t.co/eAZMYw0TXa— Sportbladet (@sportbladet) January 31, 2023 Það er því langt síðan stuðningsmenn Newcastle gátu fylgt liði sínu á Wembley leikvanginn. Í rauninni er búið að „skipta um“ leikvanginn síðan þeir voru þar síðast. Wembley leikvangurinn var endurbyggður á sama stað á árunum 2003 til 2007. Það var hins vegar ekki eintóm gleði hjá Newcastle liðinu í gær því ein af stjörnum liðsins ætlar að ganga frekar illa að halda sér inn á vellinum þrátt fyrir góða frammistöðu. Sænski framherjinn Alexander Isak hefur byrjað vel hjá Newcastle þegar hann hefur verið heill en það óhætt að segja að meiðsladraugurinn elti Svíann á röndum síðan hann samdi við félagið. Alexander Isak suffered a possible concussion in Newcastle s semi-final Carbao Cup win over Southampton on Tuesday evening.More from @jwhitey98 #NUFChttps://t.co/NhQdgLHoXW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2023 Nýjasta dæmið um það var í gær þegar Svíinn var svo sannarlega seinheppinn. Það væri þó auðveldlega hægt að segja líka að hann hafi fórnað sér fyrir liðið. Isak er frekar nýkominn til baka eftir að tognun aftan í læri hélt honum frá keppni frá október fram í janúar. Hann tryggði liðinu sigur á Fulham í fyrsta deildarleik sínum eftir meiðslin og er kominn með þrjú mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Í leiknum á móti Southampton í gær kom hann inn á sem varamaður á 61. mínútu en náði samt ekki að klára leikinn. Á 84. mínútu leiksins fékk Southampton aukaspyrnu og aukspyrnumeistarinn James Ward-Prowse lét vaða. Isak fórnaði sér í veginn og Ward-Prowse skaut hann hreinlega niður. Isak lá eftir og þurfti aðstoð frá læknaliðinu. Hann hélt samt leik áfram en leið greinilega ekki vel. Þegar var komið fram í uppbótatíma varð orðið ljóst að Isak gæti ekki haldið áfram leik. Honum var því skipt af velli. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði að Alex hafi ekki liðið vel og því hafi hann verið tekinn af velli. Það var þó ekki fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir að hann varð fyrir þrumuskoti Ward-Prowse. Það er óttast að Svíinn hafi fengið heilahristing og gæti því misst af næstu leikjum þess vegna. Newcastle stuðningsmenn vonast þó eftir því að hann geti spilað úrslitaleikinn á Wembley sem verður væntanlega á móti Manchester United 26. febrúar næstkomandi. United er 3-0 yfir eftir fyrri leik sinn á móti Nottingham Forest og á heimaleikinn eftir sem fer fram á Old Trafford í kvöld. Howe: "Möjlig hjärnskakning på Alexander Isak".https://t.co/TMv0HNpwyy pic.twitter.com/VOxOWFCdGm— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) February 1, 2023
Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira