Skotinn niður og út úr leiknum í sigri Newcastle í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 12:01 Alexander Isak er hér leiddur af velli af læknaliði Newcastle United í gærkvöldi. Getty/Stu Forster Newcastle komst í gær í sinn fyrsta úrslitaleik á Wembley í 24 ár þegar liðið vann 2-1 sigur á Southampton í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Newcastle liðið vann samanlagt 3-1 en liðið var síðast á Wembley á móti Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins 1999. United vann þar annan af þremur bikurunum sínum á ellefu sögulegum dögum en nokkrum dögum síðar vann liðið endurkomusigur á Bayern í Barcelona. Oroväckande bilder på Alexander Isak https://t.co/eAZMYw0TXa— Sportbladet (@sportbladet) January 31, 2023 Það er því langt síðan stuðningsmenn Newcastle gátu fylgt liði sínu á Wembley leikvanginn. Í rauninni er búið að „skipta um“ leikvanginn síðan þeir voru þar síðast. Wembley leikvangurinn var endurbyggður á sama stað á árunum 2003 til 2007. Það var hins vegar ekki eintóm gleði hjá Newcastle liðinu í gær því ein af stjörnum liðsins ætlar að ganga frekar illa að halda sér inn á vellinum þrátt fyrir góða frammistöðu. Sænski framherjinn Alexander Isak hefur byrjað vel hjá Newcastle þegar hann hefur verið heill en það óhætt að segja að meiðsladraugurinn elti Svíann á röndum síðan hann samdi við félagið. Alexander Isak suffered a possible concussion in Newcastle s semi-final Carbao Cup win over Southampton on Tuesday evening.More from @jwhitey98 #NUFChttps://t.co/NhQdgLHoXW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2023 Nýjasta dæmið um það var í gær þegar Svíinn var svo sannarlega seinheppinn. Það væri þó auðveldlega hægt að segja líka að hann hafi fórnað sér fyrir liðið. Isak er frekar nýkominn til baka eftir að tognun aftan í læri hélt honum frá keppni frá október fram í janúar. Hann tryggði liðinu sigur á Fulham í fyrsta deildarleik sínum eftir meiðslin og er kominn með þrjú mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Í leiknum á móti Southampton í gær kom hann inn á sem varamaður á 61. mínútu en náði samt ekki að klára leikinn. Á 84. mínútu leiksins fékk Southampton aukaspyrnu og aukspyrnumeistarinn James Ward-Prowse lét vaða. Isak fórnaði sér í veginn og Ward-Prowse skaut hann hreinlega niður. Isak lá eftir og þurfti aðstoð frá læknaliðinu. Hann hélt samt leik áfram en leið greinilega ekki vel. Þegar var komið fram í uppbótatíma varð orðið ljóst að Isak gæti ekki haldið áfram leik. Honum var því skipt af velli. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði að Alex hafi ekki liðið vel og því hafi hann verið tekinn af velli. Það var þó ekki fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir að hann varð fyrir þrumuskoti Ward-Prowse. Það er óttast að Svíinn hafi fengið heilahristing og gæti því misst af næstu leikjum þess vegna. Newcastle stuðningsmenn vonast þó eftir því að hann geti spilað úrslitaleikinn á Wembley sem verður væntanlega á móti Manchester United 26. febrúar næstkomandi. United er 3-0 yfir eftir fyrri leik sinn á móti Nottingham Forest og á heimaleikinn eftir sem fer fram á Old Trafford í kvöld. Howe: "Möjlig hjärnskakning på Alexander Isak".https://t.co/TMv0HNpwyy pic.twitter.com/VOxOWFCdGm— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) February 1, 2023 Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Newcastle liðið vann samanlagt 3-1 en liðið var síðast á Wembley á móti Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins 1999. United vann þar annan af þremur bikurunum sínum á ellefu sögulegum dögum en nokkrum dögum síðar vann liðið endurkomusigur á Bayern í Barcelona. Oroväckande bilder på Alexander Isak https://t.co/eAZMYw0TXa— Sportbladet (@sportbladet) January 31, 2023 Það er því langt síðan stuðningsmenn Newcastle gátu fylgt liði sínu á Wembley leikvanginn. Í rauninni er búið að „skipta um“ leikvanginn síðan þeir voru þar síðast. Wembley leikvangurinn var endurbyggður á sama stað á árunum 2003 til 2007. Það var hins vegar ekki eintóm gleði hjá Newcastle liðinu í gær því ein af stjörnum liðsins ætlar að ganga frekar illa að halda sér inn á vellinum þrátt fyrir góða frammistöðu. Sænski framherjinn Alexander Isak hefur byrjað vel hjá Newcastle þegar hann hefur verið heill en það óhætt að segja að meiðsladraugurinn elti Svíann á röndum síðan hann samdi við félagið. Alexander Isak suffered a possible concussion in Newcastle s semi-final Carbao Cup win over Southampton on Tuesday evening.More from @jwhitey98 #NUFChttps://t.co/NhQdgLHoXW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2023 Nýjasta dæmið um það var í gær þegar Svíinn var svo sannarlega seinheppinn. Það væri þó auðveldlega hægt að segja líka að hann hafi fórnað sér fyrir liðið. Isak er frekar nýkominn til baka eftir að tognun aftan í læri hélt honum frá keppni frá október fram í janúar. Hann tryggði liðinu sigur á Fulham í fyrsta deildarleik sínum eftir meiðslin og er kominn með þrjú mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Í leiknum á móti Southampton í gær kom hann inn á sem varamaður á 61. mínútu en náði samt ekki að klára leikinn. Á 84. mínútu leiksins fékk Southampton aukaspyrnu og aukspyrnumeistarinn James Ward-Prowse lét vaða. Isak fórnaði sér í veginn og Ward-Prowse skaut hann hreinlega niður. Isak lá eftir og þurfti aðstoð frá læknaliðinu. Hann hélt samt leik áfram en leið greinilega ekki vel. Þegar var komið fram í uppbótatíma varð orðið ljóst að Isak gæti ekki haldið áfram leik. Honum var því skipt af velli. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði að Alex hafi ekki liðið vel og því hafi hann verið tekinn af velli. Það var þó ekki fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir að hann varð fyrir þrumuskoti Ward-Prowse. Það er óttast að Svíinn hafi fengið heilahristing og gæti því misst af næstu leikjum þess vegna. Newcastle stuðningsmenn vonast þó eftir því að hann geti spilað úrslitaleikinn á Wembley sem verður væntanlega á móti Manchester United 26. febrúar næstkomandi. United er 3-0 yfir eftir fyrri leik sinn á móti Nottingham Forest og á heimaleikinn eftir sem fer fram á Old Trafford í kvöld. Howe: "Möjlig hjärnskakning på Alexander Isak".https://t.co/TMv0HNpwyy pic.twitter.com/VOxOWFCdGm— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) February 1, 2023
Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira