Umboðsmaður Haaland segir að hann sé eins milljarðs evra virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 18:01 Erling Haaland í baráttu um boltann við Thomas Partey hjá Arsenal. AP/Dave Thompson Umboðsmaður norska framherjans Erling Braut Haaland hefur gefið út sitt mat á því hvað leikmaðurinn hans ætti að kosta ef allt væri tekið til greina. Umboðsmaður Haaland heitir Rafaela Pimenta og hún ræddi raunvirði framherja Manchester City í viðtali við spænska blaðið AS á dögunum. Að mati Pimenta þá er Haaland eins milljarðs evra virði en það jafngildir 154 milljörðum íslenskra króna. Exclusive: Haaland's agent opens upFrom being called a whore by a sporting director to Mino Raiola's last words, it's been an interesting career so far for Rafaela Pimentahttps://t.co/jUFWjjmyKo— AS USA (@English_AS) February 1, 2023 Rökin að baki þessari rosalegu upphæð segir Pimenta eftirfarandi í viðtalinu: „Með því að kaupa hann færðu stuðningsmenn, mörk, úrslit, fagmennsku, samfélagsmiðlaefni, orðspor og styrktaraðila. Ef þú leggur allt þetta saman þá sést þar að virði leikmannsins samanstendur af mörgum hlutum,“ sagði Rafaela Pimenta. „Ég veit að enginn er að fara að borga sjö hundruð milljónir evra fyrir leikmann en ég er ekki í vafa um það hversu mikils virði Erling væri fyrir nýtt félag. Að minnsta kosti eins milljarðs evra virði,“ sagði Pimenta. Haaland hefur verið einn heitasti framherji heims í langan tíma og hefur vaxið við hvert skref sem hann hefur tekið. Nú síðast fór hann frá Dortmund í þýsku deildinni til Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Haaland hefur skorað 25 mörk í fyrstu 19 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er þegar kominn með 31 mark í öllum keppnum á sinni fyrstu leiktíð og það eru tæpir fjórir mánuðir eftir af tímabilinu. Dýrasti knattspyrnumaður heims er enn Neymar en Paris Saint Germain keypti hann frá Barcelona fyrir 222 milljónir evra árið 2017. "Erling Haaland will be the first player to achieve a transfer that will be around £1bn."Haaland's agent Rafaela Pimenta on the player's worth, a new contract at Man City and a release clause to Real Madrid pic.twitter.com/njMjYpxBDC— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2022 Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Umboðsmaður Haaland heitir Rafaela Pimenta og hún ræddi raunvirði framherja Manchester City í viðtali við spænska blaðið AS á dögunum. Að mati Pimenta þá er Haaland eins milljarðs evra virði en það jafngildir 154 milljörðum íslenskra króna. Exclusive: Haaland's agent opens upFrom being called a whore by a sporting director to Mino Raiola's last words, it's been an interesting career so far for Rafaela Pimentahttps://t.co/jUFWjjmyKo— AS USA (@English_AS) February 1, 2023 Rökin að baki þessari rosalegu upphæð segir Pimenta eftirfarandi í viðtalinu: „Með því að kaupa hann færðu stuðningsmenn, mörk, úrslit, fagmennsku, samfélagsmiðlaefni, orðspor og styrktaraðila. Ef þú leggur allt þetta saman þá sést þar að virði leikmannsins samanstendur af mörgum hlutum,“ sagði Rafaela Pimenta. „Ég veit að enginn er að fara að borga sjö hundruð milljónir evra fyrir leikmann en ég er ekki í vafa um það hversu mikils virði Erling væri fyrir nýtt félag. Að minnsta kosti eins milljarðs evra virði,“ sagði Pimenta. Haaland hefur verið einn heitasti framherji heims í langan tíma og hefur vaxið við hvert skref sem hann hefur tekið. Nú síðast fór hann frá Dortmund í þýsku deildinni til Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Haaland hefur skorað 25 mörk í fyrstu 19 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er þegar kominn með 31 mark í öllum keppnum á sinni fyrstu leiktíð og það eru tæpir fjórir mánuðir eftir af tímabilinu. Dýrasti knattspyrnumaður heims er enn Neymar en Paris Saint Germain keypti hann frá Barcelona fyrir 222 milljónir evra árið 2017. "Erling Haaland will be the first player to achieve a transfer that will be around £1bn."Haaland's agent Rafaela Pimenta on the player's worth, a new contract at Man City and a release clause to Real Madrid pic.twitter.com/njMjYpxBDC— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2022
Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira