Enski boltinn

Marsch rekinn frá Leeds

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jesse Marsch þarf að finna sér nýtt starf.
Jesse Marsch þarf að finna sér nýtt starf. getty/Clive Mason

Jesse Marsch hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Leeds United. Liðið er í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni.

Marsch stýrði Leeds í síðasta sinn þegar liðið tapaði fyrir Nottingham Forest, 1-0, í gær. Leeds er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig, jafn mörg stig og Everton sem er í 18. sæti en hagstæðari markatölu.

Marsch var ráðinn stjóri Leeds 28. febrúar í fyrra og skrifaði þá undir þriggja ára samning við félagið. Honum tókst að halda Leeds uppi á síðasta tímabili en liðið endaði í 17. sæti.

Bandaríkjamaðurinn stýrði Leeds í 37 leikjum; ellefu þeirra unnust, sextán töpuðust og tíu enduðu með jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×