Leeds missti niður tveggja marka forystu á Old Trafford 8. febrúar 2023 22:07 United reyndi hvað það gat undir lokin en tókst ekki að tryggja sér stigin þrjú. Vísir/Getty Manchester United mistókst að koma sér upp að hlið nágranna sinna í Manchester City í ensku úrvalasdeildinni en liðið gerði í kvöld jafntefli á heimavelli gegn Leeds United. Fyrir leikinn í kvöld munaði þremur stigum og á Manchesterliðunum tveimur og sigur hefði því þýtt að liðin væru jöfn í 2.-3.sæti með 45. Leeds, sem rak fyrrum stjóra sinn Jessie Marsh í vikunni var hins vegar í 17.sæti með 18 stig. Það voru samt sem áður gestirnir sem byrjuðu mun betur. Wilfried Gnonto kom liðinu yfir strax á fyrstu mínútu leiksins eftir gott samspil við Patrick Bamford og forysta gestanna tvöfaldaðist á 48.mínútu þegar fyrirgjöf Crysencio Summerville fór af Raphael Varane og í netið. Staðan orðin 2-0 og gestirnir í draumalandi. United átti þó eftir að koma til baka. Marcus Rashford minnkaði muninn á 62.mínútu og Jadon Sancho, sem hefur átt erfitt uppdráttar síðustu mánuði, jafnaði metin átta mínútum síðar. Síðustu tuttugu mínútur leiksins reyndu leikmenn United allt hvað þeir gátu til að skora sigurmarkið. Þeir sóttu án afláts en tókst ekki að bæta við marki. Lokatölur 2-2 og United því enn í þriðja sæti deildarinnar. Enski boltinn
Manchester United mistókst að koma sér upp að hlið nágranna sinna í Manchester City í ensku úrvalasdeildinni en liðið gerði í kvöld jafntefli á heimavelli gegn Leeds United. Fyrir leikinn í kvöld munaði þremur stigum og á Manchesterliðunum tveimur og sigur hefði því þýtt að liðin væru jöfn í 2.-3.sæti með 45. Leeds, sem rak fyrrum stjóra sinn Jessie Marsh í vikunni var hins vegar í 17.sæti með 18 stig. Það voru samt sem áður gestirnir sem byrjuðu mun betur. Wilfried Gnonto kom liðinu yfir strax á fyrstu mínútu leiksins eftir gott samspil við Patrick Bamford og forysta gestanna tvöfaldaðist á 48.mínútu þegar fyrirgjöf Crysencio Summerville fór af Raphael Varane og í netið. Staðan orðin 2-0 og gestirnir í draumalandi. United átti þó eftir að koma til baka. Marcus Rashford minnkaði muninn á 62.mínútu og Jadon Sancho, sem hefur átt erfitt uppdráttar síðustu mánuði, jafnaði metin átta mínútum síðar. Síðustu tuttugu mínútur leiksins reyndu leikmenn United allt hvað þeir gátu til að skora sigurmarkið. Þeir sóttu án afláts en tókst ekki að bæta við marki. Lokatölur 2-2 og United því enn í þriðja sæti deildarinnar.