Sá yngsti til að skora gegn United á Old Trafford síðan 2001 Smári Jökull Jónsson skrifar 9. febrúar 2023 07:01 Wilfried Gnonto skýtur boltanum hér framhjá Lisandro Martinez og í netið hjá United í gærkvöld. Vísir/Getty Það tók Wilfried Gnonto aðeins tæpa mínútu að skora fyrir Leeds gegn Manchester United á Old Trafford í gærkvöld. Ekki nóg með það heldur var markið sögulegt. Manchester United og Leeds gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld en liðin mættust á Old Trafford, heimavelli United. Wilfried Gnonto skoraði fyrsta mark Leeds strax á fyrstu mínútu leiksins og sjálfsmark frá Raphael Varane tvöfaldaði forystu gestanna áður en Marcus Rashford og Jadon Sancho skoruðu fyrir United í seinni hálfleiknum og tryggðu heimamönnum eitt stig. Mark Gnonto í gærkvöld var sögulegt því hann er yngsti leikmaðurinn til að skora gegn United á Old Trafford síðan Jermain Defoe skoraði fyrir West Ham í desember árið 2001. Þá er Gnonto yngsti erlendi leikmaðurinn til að skora á Old Trafford en hann er 19 ára og 95 daga gamall. „Mér fannst við spila vel, reyndum að berjast saman og sýndum að við erum með gott lið. Við getum unnið gegn öllum og þetta er blendnar tilfinningar því við vildum vinna. Við eigum leik á sunnudag og ætlum að sækja sigur þar,“ sagði Gnonto í viðtali eftir leikinn í gærkvöld. Gnonto kom til liðs við Leeds í september og skoraði sitt fyrsta mark í janúar í 2-2 jafntefli gegn West Ham. „Við viljum byrja leikina vel og sýna andstæðingunum að við séum mættir. Við reyndum að gera það í dag og það tókst. Við fengum á okkur tvö mörk í seinni hálfleik sem er synd.“ Leeds á í harðri fallbaráttu og geta byggt á frammistöðunni í gærkvöld þar sem liðið náði í stig á erfiðum útivelli. „Þetta var jákvætt í kvöld. Við sýndum karakter og það er mikilvægt. Við getum unnið alla og við erum með mikla hæfileika í liðinu.“ Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Sjá meira
Manchester United og Leeds gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld en liðin mættust á Old Trafford, heimavelli United. Wilfried Gnonto skoraði fyrsta mark Leeds strax á fyrstu mínútu leiksins og sjálfsmark frá Raphael Varane tvöfaldaði forystu gestanna áður en Marcus Rashford og Jadon Sancho skoruðu fyrir United í seinni hálfleiknum og tryggðu heimamönnum eitt stig. Mark Gnonto í gærkvöld var sögulegt því hann er yngsti leikmaðurinn til að skora gegn United á Old Trafford síðan Jermain Defoe skoraði fyrir West Ham í desember árið 2001. Þá er Gnonto yngsti erlendi leikmaðurinn til að skora á Old Trafford en hann er 19 ára og 95 daga gamall. „Mér fannst við spila vel, reyndum að berjast saman og sýndum að við erum með gott lið. Við getum unnið gegn öllum og þetta er blendnar tilfinningar því við vildum vinna. Við eigum leik á sunnudag og ætlum að sækja sigur þar,“ sagði Gnonto í viðtali eftir leikinn í gærkvöld. Gnonto kom til liðs við Leeds í september og skoraði sitt fyrsta mark í janúar í 2-2 jafntefli gegn West Ham. „Við viljum byrja leikina vel og sýna andstæðingunum að við séum mættir. Við reyndum að gera það í dag og það tókst. Við fengum á okkur tvö mörk í seinni hálfleik sem er synd.“ Leeds á í harðri fallbaráttu og geta byggt á frammistöðunni í gærkvöld þar sem liðið náði í stig á erfiðum útivelli. „Þetta var jákvætt í kvöld. Við sýndum karakter og það er mikilvægt. Við getum unnið alla og við erum með mikla hæfileika í liðinu.“
Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Sjá meira