Enski boltinn

Safna fyrir fórnarlömb jarðskjálftans með því að selja áritaða treyju Haaland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland hefur raðað inn mörkum á fyrsta tímabili sínu með Manchester City.
Erling Haaland hefur raðað inn mörkum á fyrsta tímabili sínu með Manchester City. Getty/Matt McNulty

Norski framherjinn Erling Braut Haaland er einn af mörgum knattspyrnustjörnum heimsins sem voru tilbúnir í að hjálpa til að safna pening fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Tyrklandi og Sýrlandi.

Tyrkneski miðvörðurinn Merih Demiral hjá ítalska félaginu Atalanta hóf söfnun og hann hefur leitað til kollega sinna í knattspyrnuheiminum.

„Ég var í sambandi við þá Dejan Kulusevski og Harry Kane. Þeir sendu einlægar sambúðarkveðjur,“ skrifaði Merih Demiral á Twitter.

„Sérstakar þakkir til Ilkay Gündogan og Emre Can sem studdu við framtakið og hringdu í Erling Haaland. Nú erum við að selja áritaða treyju hans. Allir ágóðinn fer til Ahbap sem styður við bakið á fórnarlömbum jarðskjálftans,“ skrifaði Demiral.

Yfir 21 þúsund fórust að minnsta kosti í jarðskjálftunum en það er búist við því að sú tala eigi eftir að hækka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×