Leicester valtaði yfir Tottenham Hjörvar Ólafsson skrifar 11. febrúar 2023 17:08 James Maddison og Kelechi Iheanacho léku vel saman í framlínu Leicester City. Vísir/Getty Það var reyndar Rodrigo Bentancur, sem fór síðar meiddur af velli, sem kom Tottenham Hotspur yfir í upphafi leiks en eftir það tók heimamenn öll völd á vellinum. Nampalys Mendy, James Maddison og Kelechi Iheanacho sáu til þess að heimamenn voru með 3-1 forskot þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Það var svo Harvey Barnes sem rak síðasta naglann í líkkistu gestanna með snotru marki sínu undir lok leiksins. Leicester City mjakaði sér frá fallsvæði deildarinnar með þessum sigri en liðið er sex stigum á undan Everton sem er í neðsta fallsætinu eins og sakir standa. Tottenham Hotspur missti þarna hins vegar af mikilvægum stigum í baráttu sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham situr í fimmta sæti deildarinnar en liðið er stigi á eftir Newcastle United sem er í fjórða sæti og fjórum stigum á eftir Manchester United sem er í þriðja sæti. Úlfarnir halda áfram að hala inn stigum Wolves vann einnig mikilvægan sigur í baráttu sinni um að forðast fall sinni í deildinni en Úlfarnir fóru sáttir frá borið í fallbaráttuslag sínum við Southampton. Carlos Jonas Alcaraz náði forystunni fyrir Dýrlingana á St. Mary's en sjálfsmark Jan Bednarek og mark Joao Gomes urðu til þess að Wolves fór með sigur af hólmi. Leicester City og Nottingham Forest eru jöfn að stigum með 24 stig í 13. og 14. sæti og Wolves er sæti neðar með 23 stig. Brighton, sem er í fimmta sæti deildarinnar, gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace í leik liðanna á Selhurst Park. Pervis Estupinan, vinstri bakvörður Brighton, varð þar fyrir því óláni að setja boltann í eigið net en Solly March sá til þess að gestirnir nældu í stig. Fulham heldur áfram góðu gengi sínu en liðið bar sigurorð af Nottingham Forest með tveimur mörkum gegn. Willian og Manor Solomon skoruðu mörk Fulham í þeim leik. Brighton og Fulham eru jöfn að stigum með 35 stig í sjötta til sjöunda sæti. Enski boltinn
Það var reyndar Rodrigo Bentancur, sem fór síðar meiddur af velli, sem kom Tottenham Hotspur yfir í upphafi leiks en eftir það tók heimamenn öll völd á vellinum. Nampalys Mendy, James Maddison og Kelechi Iheanacho sáu til þess að heimamenn voru með 3-1 forskot þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Það var svo Harvey Barnes sem rak síðasta naglann í líkkistu gestanna með snotru marki sínu undir lok leiksins. Leicester City mjakaði sér frá fallsvæði deildarinnar með þessum sigri en liðið er sex stigum á undan Everton sem er í neðsta fallsætinu eins og sakir standa. Tottenham Hotspur missti þarna hins vegar af mikilvægum stigum í baráttu sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham situr í fimmta sæti deildarinnar en liðið er stigi á eftir Newcastle United sem er í fjórða sæti og fjórum stigum á eftir Manchester United sem er í þriðja sæti. Úlfarnir halda áfram að hala inn stigum Wolves vann einnig mikilvægan sigur í baráttu sinni um að forðast fall sinni í deildinni en Úlfarnir fóru sáttir frá borið í fallbaráttuslag sínum við Southampton. Carlos Jonas Alcaraz náði forystunni fyrir Dýrlingana á St. Mary's en sjálfsmark Jan Bednarek og mark Joao Gomes urðu til þess að Wolves fór með sigur af hólmi. Leicester City og Nottingham Forest eru jöfn að stigum með 24 stig í 13. og 14. sæti og Wolves er sæti neðar með 23 stig. Brighton, sem er í fimmta sæti deildarinnar, gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace í leik liðanna á Selhurst Park. Pervis Estupinan, vinstri bakvörður Brighton, varð þar fyrir því óláni að setja boltann í eigið net en Solly March sá til þess að gestirnir nældu í stig. Fulham heldur áfram góðu gengi sínu en liðið bar sigurorð af Nottingham Forest með tveimur mörkum gegn. Willian og Manor Solomon skoruðu mörk Fulham í þeim leik. Brighton og Fulham eru jöfn að stigum með 35 stig í sjötta til sjöunda sæti.