Enski boltinn

Mikið áfall fyrir Tottenham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rodrigo Bentancur meiddist um miðjan seinni hálfleik gegn Leicester City.
Rodrigo Bentancur meiddist um miðjan seinni hálfleik gegn Leicester City. getty/Malcolm Couzens

Tottenham varð fyrir áfalli um helgina er úrúgvæski miðjumaðurinn Rodrigo Bentancur meiddist illa.

Bentancur sleit krossband í hné þegar Tottenham tapaði 4-1 fyrir Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Ljóst er að Bentancur spilar ekki meira með Spurs á tímabilinu. Þetta er mikið áfall fyrir liðið enda Úrúgvæinn lykilmaður í því.

Bentancur hefur leikið átján leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur og skorað fimm mörk. Hann kom til Spurs frá Juventus fyrir rúmu ári.

Tottenham mætir AC Milan í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 

Spurs er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig eftir 23 leiki, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×