„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 18:00 Ólöf Arnalds hefur undanfarið unnið að plötunni Tár í morgunsárið. Aðsend „Maður skilur tónlistina aldrei til fulls og verður þess vegna bara að fikra sig áfram við að búa hana til,“ segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds. Hún stefnir á að halda uppskerutónleika næstkomandi fimmtudag á Húrra. „Ég er með herferð í gangi á Karolina Fund til að hópfjármagna næstu plötuna mína, Tár í morgunsárið, sem verður fimmta sólóplatan mín. Svo verð ég með tónleika á Húrra fimmtudaginn 16. febrúar en það verður degi eftir að söfnuninni lýkur. Vonandi uppskerutónleikar, ef söfnunin gengur upp,“ segir Ólöf og bætir við að hún sé mjög bjartsýn á að það takist. Hér má heyra lagið Englar og Dárar eftir Ólöfu: Ólöf Arnalds hefur gefið frá sér fjórar sólóplötur en frumburður hennar, Við og við, leit dagsins ljós árið 2007. Hún hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og verið tilnefnd til Nordic Music Price. Ólöf hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn og komið þar fram í útvarpi og sjónvarpi. „Þessi plata er búin að fá að malla lengi með mér. Einhverra hluta vegna er ég tilbúin núna að raungera hana.“ Hún segir ferlið hafa gengið frábærlega. „Öll lögin eru samin. Nú er bara að klára að útsetja og taka upp.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Ólafar við lagið Patience frá árinu 2014. Ólöf sækir innblásturinn víða og segist alæta á tónlist. „Það er mjög sjaldan sem mér þykir ekki eitthvað áhugavert við tónlist sem ég heyri. En ég sæki fyrst og fremst innblástur í góð samtöl, vináttu, þögn og ást,“ segir hún að lokum. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég er með herferð í gangi á Karolina Fund til að hópfjármagna næstu plötuna mína, Tár í morgunsárið, sem verður fimmta sólóplatan mín. Svo verð ég með tónleika á Húrra fimmtudaginn 16. febrúar en það verður degi eftir að söfnuninni lýkur. Vonandi uppskerutónleikar, ef söfnunin gengur upp,“ segir Ólöf og bætir við að hún sé mjög bjartsýn á að það takist. Hér má heyra lagið Englar og Dárar eftir Ólöfu: Ólöf Arnalds hefur gefið frá sér fjórar sólóplötur en frumburður hennar, Við og við, leit dagsins ljós árið 2007. Hún hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og verið tilnefnd til Nordic Music Price. Ólöf hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn og komið þar fram í útvarpi og sjónvarpi. „Þessi plata er búin að fá að malla lengi með mér. Einhverra hluta vegna er ég tilbúin núna að raungera hana.“ Hún segir ferlið hafa gengið frábærlega. „Öll lögin eru samin. Nú er bara að klára að útsetja og taka upp.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Ólafar við lagið Patience frá árinu 2014. Ólöf sækir innblásturinn víða og segist alæta á tónlist. „Það er mjög sjaldan sem mér þykir ekki eitthvað áhugavert við tónlist sem ég heyri. En ég sæki fyrst og fremst innblástur í góð samtöl, vináttu, þögn og ást,“ segir hún að lokum.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira