„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 18:00 Ólöf Arnalds hefur undanfarið unnið að plötunni Tár í morgunsárið. Aðsend „Maður skilur tónlistina aldrei til fulls og verður þess vegna bara að fikra sig áfram við að búa hana til,“ segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds. Hún stefnir á að halda uppskerutónleika næstkomandi fimmtudag á Húrra. „Ég er með herferð í gangi á Karolina Fund til að hópfjármagna næstu plötuna mína, Tár í morgunsárið, sem verður fimmta sólóplatan mín. Svo verð ég með tónleika á Húrra fimmtudaginn 16. febrúar en það verður degi eftir að söfnuninni lýkur. Vonandi uppskerutónleikar, ef söfnunin gengur upp,“ segir Ólöf og bætir við að hún sé mjög bjartsýn á að það takist. Hér má heyra lagið Englar og Dárar eftir Ólöfu: Ólöf Arnalds hefur gefið frá sér fjórar sólóplötur en frumburður hennar, Við og við, leit dagsins ljós árið 2007. Hún hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og verið tilnefnd til Nordic Music Price. Ólöf hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn og komið þar fram í útvarpi og sjónvarpi. „Þessi plata er búin að fá að malla lengi með mér. Einhverra hluta vegna er ég tilbúin núna að raungera hana.“ Hún segir ferlið hafa gengið frábærlega. „Öll lögin eru samin. Nú er bara að klára að útsetja og taka upp.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Ólafar við lagið Patience frá árinu 2014. Ólöf sækir innblásturinn víða og segist alæta á tónlist. „Það er mjög sjaldan sem mér þykir ekki eitthvað áhugavert við tónlist sem ég heyri. En ég sæki fyrst og fremst innblástur í góð samtöl, vináttu, þögn og ást,“ segir hún að lokum. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég er með herferð í gangi á Karolina Fund til að hópfjármagna næstu plötuna mína, Tár í morgunsárið, sem verður fimmta sólóplatan mín. Svo verð ég með tónleika á Húrra fimmtudaginn 16. febrúar en það verður degi eftir að söfnuninni lýkur. Vonandi uppskerutónleikar, ef söfnunin gengur upp,“ segir Ólöf og bætir við að hún sé mjög bjartsýn á að það takist. Hér má heyra lagið Englar og Dárar eftir Ólöfu: Ólöf Arnalds hefur gefið frá sér fjórar sólóplötur en frumburður hennar, Við og við, leit dagsins ljós árið 2007. Hún hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og verið tilnefnd til Nordic Music Price. Ólöf hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn og komið þar fram í útvarpi og sjónvarpi. „Þessi plata er búin að fá að malla lengi með mér. Einhverra hluta vegna er ég tilbúin núna að raungera hana.“ Hún segir ferlið hafa gengið frábærlega. „Öll lögin eru samin. Nú er bara að klára að útsetja og taka upp.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Ólafar við lagið Patience frá árinu 2014. Ólöf sækir innblásturinn víða og segist alæta á tónlist. „Það er mjög sjaldan sem mér þykir ekki eitthvað áhugavert við tónlist sem ég heyri. En ég sæki fyrst og fremst innblástur í góð samtöl, vináttu, þögn og ást,“ segir hún að lokum.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira