Þeir hitta ævintýraleiðsögumanninn Hauk Þorsteinsson sem starfar hjá Southcoast Adventure og keyrslan að Kötlujökli er mjög falleg, en þá er keyrt af þjóðveginum og í kringum Hafursey áður en þeir lentu við rætur jökulsins. Jökullinn er ólíkur öðrum jöklum að því leyti að hann er vel skreyttur sandi og ösku og lítur út eins og Oreo-kex, eða sebrahestur. Einn af stórum kostum þessa ævintýris er að það geta allir farið, og eru notaðir venjulegir göngubroddar sem er smeygt yfir gönguskóna.
Þeir gengu upp manngerðan stiga, sem leiðsögumenn hafa smíðað, og fóru inn í fyrsta hellinn sem er eiginlega risa stór göng og þar er auðvelt að gleyma sér í fegurðinni. Ferðalagið heldur áfram í gegnum þennan helli og inn í nokkurskonar ís-laut sem er eins og byrjun á einhverju Narníu-ævintýri. Það tekur svo við annar lítill hellir, sem eru líka göng, en þar verða litirnir enn ýktari og upplifunin eftir því.
Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir af ævintýrinu.







Eldri þætti af Okkar eigið Ísland má finna HÉR á Vísi.