Tilþrifin: Tight tekur á móti heilu liði út úr reyknum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. febrúar 2023 10:45 Tight tók vel á móti liðsmönnum Atlantic Esports. Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Tight í liði Ten5ion sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. Tight og liðsfélagar hans í Ten5ion voru í raun ekki að spila upp á neitt neme heiðurinn er liðið mætti Atlantic Esports í gær. Liðið sat í næst neðsta sætir deildarinnar og gat hvorki komist ofar né fallið neðar þegar lokaumferð deildarkeppninnar kláraðist. Það var hins vegar mikið undir hjá Atlantic sem þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum. Þrátt fyrir þennan mun á liðunum varð hann æsispennandi og hin mesta skemmtun. Atlantic vann þó að lokum, 16-14. Ten5ion sýndi þó klærnar og þá kannski sérstaklega þegar Tight kom sér vel fyrir í tíundu lotu og beið rólegur eftir því að meðlimir Atlantic myndu birtast út úr reyknum. Hann tók þá á móti þeim með því að fella hvern á fætur öðrum og náði fjórum áður en hann var loks tekinn sjálfur út af Bjarna. Klippa: Elko tilþrifin: Tight tekur á móti heilu liði út úr reyknum Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf
Tight og liðsfélagar hans í Ten5ion voru í raun ekki að spila upp á neitt neme heiðurinn er liðið mætti Atlantic Esports í gær. Liðið sat í næst neðsta sætir deildarinnar og gat hvorki komist ofar né fallið neðar þegar lokaumferð deildarkeppninnar kláraðist. Það var hins vegar mikið undir hjá Atlantic sem þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum. Þrátt fyrir þennan mun á liðunum varð hann æsispennandi og hin mesta skemmtun. Atlantic vann þó að lokum, 16-14. Ten5ion sýndi þó klærnar og þá kannski sérstaklega þegar Tight kom sér vel fyrir í tíundu lotu og beið rólegur eftir því að meðlimir Atlantic myndu birtast út úr reyknum. Hann tók þá á móti þeim með því að fella hvern á fætur öðrum og náði fjórum áður en hann var loks tekinn sjálfur út af Bjarna. Klippa: Elko tilþrifin: Tight tekur á móti heilu liði út úr reyknum
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf