Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2023 14:29 Arsenal endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri gegn Aston Villa í dag. Clive Mason/Getty Images Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. Það voru heimamenn í Aston Villa sem urðu fyrri til að brjóta ísinn þegar Ollie Watkins skoraði með hnitmiðuðu skoti strax á fimmtu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Matty Cash. Gestirnir frá Lundúnum voru þó ekki lengi að jafna metin því aðeins tíu mínútum síðar var staðan orðin jöfn eftir að liðið nýtti sér klaufagang í vörn heimamanna og Bukayo Saka skoraði gott mark. Þrátt fyrir yfirburði Arsenal í leiknum voru það þó heimamenn sem náðu forystunni í ný þegar Philippe Coutinho skoraði annað mark liðsins á 33. mínútu og staðan var 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Oleksandr Zinchenko jafnaði hins vegar metin fyrir gestina eftir klukkutíma leik og enn nægur tími eftir á klukkunni fyrir Arsenal til að stela sigrinum. Arsenalmenn sóttu án afláts það sem eftir lifði leiks og liðið fékk ófá færi til að koma sér aftur á sigurbraut. Það leit þó allt út fyrir að liðið þyrfti að sætta sig við töpuð stig fjórða leikinn í röð þar til að á þriðju mínútu uppbótartíma þegar Jorginho lét vaða af löngu færi. Skot hans hafnaði í þversláni, boltinn fór niður í jörðina og skaust þaðan af höfði Emiliano Martinez, markverði Aston Villa, og í netið. Ótrúlegt mark. Gestirnir bættu svo fjórða markinu við á áttundu mínútu uppbótartíma þegar Gabriel Martinelli slapp einn í gegn eftir að Emilano Martinez hafði gert sér ferð í vítateiginn á hinum enda vallarins til að freista þess að skora eftir hornspyrnu. Martinelli var því einn á móti marki og eftirleikurinn auðveldur. Arsenal er því með þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur dagsins. Liðið er með 54 stig eftir 23 leiki, en Manchester City getur endurheimt toppsætið með sigri gegn Nottingham Forest síðar í dag. Enski boltinn
Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. Það voru heimamenn í Aston Villa sem urðu fyrri til að brjóta ísinn þegar Ollie Watkins skoraði með hnitmiðuðu skoti strax á fimmtu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Matty Cash. Gestirnir frá Lundúnum voru þó ekki lengi að jafna metin því aðeins tíu mínútum síðar var staðan orðin jöfn eftir að liðið nýtti sér klaufagang í vörn heimamanna og Bukayo Saka skoraði gott mark. Þrátt fyrir yfirburði Arsenal í leiknum voru það þó heimamenn sem náðu forystunni í ný þegar Philippe Coutinho skoraði annað mark liðsins á 33. mínútu og staðan var 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Oleksandr Zinchenko jafnaði hins vegar metin fyrir gestina eftir klukkutíma leik og enn nægur tími eftir á klukkunni fyrir Arsenal til að stela sigrinum. Arsenalmenn sóttu án afláts það sem eftir lifði leiks og liðið fékk ófá færi til að koma sér aftur á sigurbraut. Það leit þó allt út fyrir að liðið þyrfti að sætta sig við töpuð stig fjórða leikinn í röð þar til að á þriðju mínútu uppbótartíma þegar Jorginho lét vaða af löngu færi. Skot hans hafnaði í þversláni, boltinn fór niður í jörðina og skaust þaðan af höfði Emiliano Martinez, markverði Aston Villa, og í netið. Ótrúlegt mark. Gestirnir bættu svo fjórða markinu við á áttundu mínútu uppbótartíma þegar Gabriel Martinelli slapp einn í gegn eftir að Emilano Martinez hafði gert sér ferð í vítateiginn á hinum enda vallarins til að freista þess að skora eftir hornspyrnu. Martinelli var því einn á móti marki og eftirleikurinn auðveldur. Arsenal er því með þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur dagsins. Liðið er með 54 stig eftir 23 leiki, en Manchester City getur endurheimt toppsætið með sigri gegn Nottingham Forest síðar í dag.