Heimildin greinir sjálf frá. Hún hefur vakið athygli fyrir hlaðvarpsþætti sína Eigin konur þar sem fjöldi fólks hefur stigið fram, ýmist undir nafni eða ekki, og sagt frá erfiðri reynslu sinni af ýmsum toga. Meðal viðtala sem hafa vakið mikla athygli var viðtal við Vítalíu Lazarevu sem sakaði forkólfa í viðskiptalífinu um ofbeldi.
Ritstjórar Heimildarinnar segja að enn meira verði lagt í þætti Eddu undir hennar stjórn. Hún muni njóta stuðnings sterkrar ritstjórnar miðilsins.
Nýir þættir Eddu munu hefjast í mars. Síðasti þáttur Eigin kvenna birtist í desember þar sem Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu, var sakaður um kynferðislega áreitni.
Hlaðarpið Eigin konur fór í loftið árið 2021 og var þá í umsjón Eddu og Fjólu Sigurðardóttur með Davíð Goða Þorvarðarson í hlutverki framleiðslustjóra. Fjóla steig til hliðar eftir nokkra þætti og kom síðar í ljós að þau Davíð voru ósátt við að hafa ekki fengið neinar greiðslur fyrir sína aðkomu að þáttunum.