Enski boltinn

Smellti kossi á mótherja og fékk gula spjaldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luke O'Nien er hér kominn upp á bak Alex Scott í leiknum um helgina.
Luke O'Nien er hér kominn upp á bak Alex Scott í leiknum um helgina. Getty/Michael Driver

Leikmaður enska fótboltafélagsins Sunderland nældi sér í sérstakt gult spjald um helgina. Hann sagði eftir á að auðvitað hafi hann hagað sér eins og algjört fífl.

Það er hinn 28 ára gamli Luke O'Nien sem kom sér í fréttirnar fyrir mjög svo furðulegan varnarleik í leik Sunderland og Bristol City í ensku b-deildinni.

Atvikið varð átta mínútum fyrir leikslok í stöðunni 1-0 fyrir Sunderland þegar Alex Scott var kominn á fulla ferð í vænlegri skyndisókn Bristol City liðsins.

Luke O'Nien, sem hafði komið inn á sem varamaður til að þétta raðirnar, stökk þá upp á bak Scott og endaði síðan á því að smella kossi á hann.

Dómarinn gaf O'Nien að sjálfsögðu gula spjaldið fyrir að stoppa skyndisóknina og kossinn breytti engu um það.

Bristol City tókst engu að síður að jafna leikinn og tryggja sér eitt stig með því að skora úr vítaspyrnu á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Luke O'Nien birti myndband af atvikinu á samfélagsmiðlum sínum.

„Allt í lagi. Við höfum öllum komið því á hreint að ég er algjört fífl. Höfum aðeins meira gaman. Sá sem kemur með besta myndatextann við myndbandið fær fría átritað treyju frá okkur í Sunderland-liðinu,“ skrifaði Luke O'Nien eins og sjá má hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×