Enski boltinn

Dæmd í tveggja leikja bann fyrir að plata dómara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eveliina Summanen lét líta þannig út að Ella Toone hefði slegið hana í andlitið.
Eveliina Summanen lét líta þannig út að Ella Toone hefði slegið hana í andlitið. Getty/Visionhaus

Finnska knattspyrnukonan Eveliina Summanen hefur verið dæmd í tveggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu.

Það er svo sem engin stórfrétt að leikmaður sé dæmdur í leikbann en ástæðan er kannski svolítið sérstök.

Summanen fær þetta bann fyrir að hafa náð að plata dómara í leik með Tottenham liðinu en atvikið gerðist í stórleik á móti Manchester United á dögunum.

Leikaraskapur Eveliinu varð til þess að Manchester United leikmaðurinn Ella Toone fékk að líta rauða spjaldið.

Rauða spjaldið hjá Toone hefur nú verið kallað til baka.

Það er ekki á hverjum degi sem leikaraskapur fær svo harða refsingu en enska knattspyrnusambandið ætlaði sér greinilega að búa til víti til varnaðar fyrir aðra leikmenn í deildinni.

Heppilegt fyrir þá að leikmaðurinn var ekki enskur enda vel þekkt að enskir leikmenn eru litnir allt öðrum augum en erlendir leikmenn þegar kemur að leikaraskap í enska boltanum.

Summanen er 24 ára finnskur miðjumaður sem kom til Tottenham í janúar í fyrra. Hún hefur skorað 5 mörk í 34 leikjum með finnska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×