Dusty tryggði sér sæti í forkeppni Blast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 20:30 Dusty mun reyna fyrir sér í forkeppni Blast Premier. Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty unnu sér inn sæti á Blast Premier mótaröðinni með sigri gegn Þór síðastliðinn þriðjudag. Með sigrinum tryggði Dusty sér þátttökurétt í því sem er í raun forkeppni norðurlandanna fyrir BLAST mótaröðina, sem mætti líkja við Evrópukeppni í rafíþróttum. Það voru fjögur efstu lið Ljósleiðaradeildarinnar sem kepptust um þetta eina lausa sæti á Blast mótaröðinni, en ásamt Dusty mættu FH, Þór og Atlantic Esports til leiks. Í undanúrslitum mættust liðin sem höfnuðu í 1. og 4. sæti Ljósleiðaradeildarinnar annars vegar, og hins vegar liðin sem höfnuðu í 2. og 3. sæti. Dusty sló því FH út í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum höfðu Þórsarar betur gegn Atlantic Esports. Það voru því Dusty og Þór sem mættust í úrslitum. Þessi tvö lið hafa barist á toppnum undanfarin tvö tímabil, en alltaf virðist Dusty hafa betur. Á því varð engin breyting í þetta skiptið og Dusty vann að lokum 2-0 sigur og er á leið í forkeppni Blast mótaraðarinnar. Dusty Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf
Með sigrinum tryggði Dusty sér þátttökurétt í því sem er í raun forkeppni norðurlandanna fyrir BLAST mótaröðina, sem mætti líkja við Evrópukeppni í rafíþróttum. Það voru fjögur efstu lið Ljósleiðaradeildarinnar sem kepptust um þetta eina lausa sæti á Blast mótaröðinni, en ásamt Dusty mættu FH, Þór og Atlantic Esports til leiks. Í undanúrslitum mættust liðin sem höfnuðu í 1. og 4. sæti Ljósleiðaradeildarinnar annars vegar, og hins vegar liðin sem höfnuðu í 2. og 3. sæti. Dusty sló því FH út í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum höfðu Þórsarar betur gegn Atlantic Esports. Það voru því Dusty og Þór sem mættust í úrslitum. Þessi tvö lið hafa barist á toppnum undanfarin tvö tímabil, en alltaf virðist Dusty hafa betur. Á því varð engin breyting í þetta skiptið og Dusty vann að lokum 2-0 sigur og er á leið í forkeppni Blast mótaraðarinnar.
Dusty Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf