Andófsfólk sent úr landi og svipt ríkisborgararétti Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2023 08:01 Felix Maradiaga, forsetaframbjóðandi sem Ortega lét handtaka árið 2021, (t.h.) var tekið fagnandi af stuðningsmanni í Bandaríkjunum. AP/Jose Luis Magana Á þriðja hundrað fangelsaðra stjórnarandstæðinga voru send til Bandaríkjanna frá Níkaragva fyrr í þessum mánuði. Daniel Ortega, forseti, lét jafnframt svipta andófsfólkið ríkisborgararétti. Sérfræðingar telja það brot á alþjóðalögum. Ortega, sem hefur setið á forsetastóli frá árinu 2006, hefur hert tök sín á landinu verulega frá því að mikil mótmælaalda gekk yfir árið 2018. Stjórn hans braut mótmælin á bak aftur af mikilli hörku. Tugir þúsunda Níkaragvabúa hafa flúið ofsóknir hennar og stjórnvöld hafa lokað fjölda frjálsra fjölmiðla. Fyrir forsetakosningarnar árið 2021 lét Ortega handtaka sjö af helstu mótframbjóðendum sínum og fangelsa. Hann sakaði þá um að föðurlandssvik sem hefðu staðið fyrir mótmælunum sem áttu að steypa honum af stóli. Fólkið hafi verið útsendarar Bandaríkjastjórnar sem hafi notað það til þess að skapa ótta og valda dauða og eyðileggingu í landinu. Vestræn ríki hafa þrýst á Ortega að sleppa pólitískum föngum úr fangelsum sem eru alræmd við ómanneskjulegar aðstæður. Forsetinn nýtti tækifærið, setti 222 stjórnmálaleiðtoga, presta, námsmenn, aðgerðasinna og annað andófsfólk um borð í flugvél og lét fljúga því til Bandaríkjanna í byrjun þessa mánaðar. Skömmu síðar svipti níkaragvönsk stjórnvöld fólkið ríkisborgararétti í trássi við alþjóðasamninga sem banna ríkjum að gera fólk ríkisfangslaust, að sögn AP-fréttastofunnar. Dómstóll svipti 94 meinta svikara til viðbótar ríkisborgararétti í þarsíðustu viku. Alls urðu því fleiri en þrjú hundruð manns ríkisfangslausir. Stuðningsmenn Daniels Ortega, forseta Níkaragva, halda á mynd af honum í göngu til stuðnings stjórnvöldum í Managva fyrr í þessum mánuði.AP Skilaboðin að ekkert andóf verði liðið Í hópnum sem var sendur norður til Bandaríkjanna var meðal annars Sergio Ramírez, einn þekktasti rithöfundur Níkaragva og fyrrverandi vopnabróðir Ortega úr sandínistahreyfingunni. Ramírez gegndi meðal anars embætti varaforseta í fyrstu ríkisstjórn sandínista eftir að þeir steyptu einræðisherra landsins af stóli á 9. áratug síðustu aldar. Leiðir þeirra skildu þegar Ramírez gat ekki lengur fellt sig við einræðistilburði Ortega á 10. áratugnum. „Níkaragva er allt það sem ég er og allt sem ég á, sem ég mun aldrei hætta að vera eða eiga. [...] Því meira sem þeir taka Níkaragva af mér, því meira af Níkaragva á ég,“ skrifaði Ramírez eftir að hann var sviptur ríkisborgararéttinum. #Nicaragua es lo que soy y todo lo que tengo, y que nunca voy a dejar de ser, ni dejar de tener, mi memoria y mis recuerdos, mi lengua y mi escritura, mi lucha por su libertad por la que he empeñado mi palabra. Mientras más Nicaragua me quitan, más Nicaragua tengo.— Sergio Ramírez (@sergioramirezm) February 16, 2023 Bandaríska utanríkisráðuneytið, mannréttindasamtökin Amnesty International, og mannréttindanefnd Ameríkanna voru á meðal þeirra sem fordæmdu ríkisstjórn Ortega. „Ég held að skilaboðin hafi verið afar skýr: í mínu landi verður ekkert andóf,“ segir Ivan Briscoe frá félagasamtökunum Alþjóðlega neyðarhópnum (e. International Crisis Group) sem láta sig átök varða. Fordæmalaust umfang á vesturhveli Peter J. Spiro, prófessor í alþjóðalögum við Temple-háskóla, og fleiri sérfræðingar segja AP-fréttastofunni að sú ákvörðun Ortega að svipta andófsfólkið ríkisborgararétti sé í trássi við við samning Sameinuðu þjóðanna frá 1961 um að ríki megi ekki svipta fólk réttinum á grundvelli kynþáttar, þjóðernis, trúar eða stjórnmálaskoðana. „Þetta er útskúfun og útskúfun gengur þvert gegn nútímahugmyndum um mannréttindi,“ segir Spiro. Umfang aðgerða Ortega gegn fólkinu er sagt fordæmalaust á vesturhveli jarðar. Ríki hafi svipt borgara rétti en ekki á þessum skala. Þannig svipti einræðisstjórn Augusto Pinochet í Síle Orlando Letelier, leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem var í útlegð, ríkisborgararétti á 8. áratugnum. Letelier var síðar myrtur í Bandaríkjunum. Spiro segist að aðgerðir Ortega minni helst á stjórnvöld í Barein sem hafa svipt hundruð aðgerðasinna, blaðamanna og trúarbragðafræðinga ríkisborgararétti á undanförnum árum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Talsmaður ráðuneytis hans sagði ákvörðun níkaragvanskra stjórnvalda um að sleppa föngunum uppbyggilegt skref. Ákvörðunin um að svipta fólkið ríkisborgararétti á sama tíma hafi þó ekki gert neitt til að sefa áhyggjur Bandaríkjastjórnar af kúgun stjórnvalda í Managva á eigin borgurum.AP/Andrew Harnik Fengu ekkert að vita fyrr en á flugvellinum Spánn, Síle og Argentína hafa boðið andófsfólkinu ríkisborgararétt. Auk þess hafa mexíkósk stjórnvöld boðið því hæli og Bandaríkjastjórn landvistarleyfi í tvö ár. Það er engu að síður í lagalegri og andlegri óvissu, að sögn Jennie Lincoln, ráðgjafa Carter-miðstöðvarinnar í málefnum Rómönsku Ameríku, sem hefur verið í sambandið við fólkið eftir að það kom til Bandaríkjanna. „Sálfræðilega eru þau ríkisfangslaus. Þau eru í áfalli. Einn daginn eru þau í fangelsi, nokkrum klukkustundum síðar um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Ímyndið ykkur andleg áhrif þess og að vera svo sviptur ríkisborgararéttinum,“ segir hún. Felix Maradiaga, einn forsetaframbjóðendanna sem var handtekinn árið 2021, segir að fangarnir hafi verið færðir úr fangelsi með rútu. Þeir hafi verið handjárnaðir og látnir lúta höfði svo þeir sæju ekki hvert rútan stefndi. Á flugvellinum í höfuðborginni Managva hafi föngunum verið gert að skrifa undir yfirlýsingu um það samþykkti að fara til Bandaríkjanna. „Það var fyrst þá sem við fréttum að okkur hefði verið vísað úr landi og send í útlegð,“ sagði Maradiaga við bandarísku sjónvarpsstöðina PBS. Þegar til Washington-borgar var komið komst fólkið að því að það hefði verið svipt ríkisborgararéttinum. Victor Manuel Sosa Herrera á blaðamannafundi með borgarstjóra Miami-Dade-sýslu í Bandaríkjunum í þarsíðustu viku. Hann telur að hann hafi verið handtekinn fyrir að neita að taka þátt í vopnaðri sveit til að berja niður mótmæli gegn stjórn Ortega árið 2018.AP/Lynne Sladky Hlustaði á öskur pyntaðra fanga í dimmum klefa Andófsfólkið lýsir einnig skelfilegum aðstæðum í níkaragvönskum fangelsum. Victor Manuel Sosa Herrera, sextugur atvinnurekandi frá borginni Matagalpa, segir að honum hafi verið haldið í dimmum klefa sem var sex fermetrar að stærð í hámarksöryggisdeild Modelo-fangelsisins sem sé nefnt „El Infiernillo“, litla helvítið. Þar hafi honum verið haldið í einangrun og þurft að sofa á steinsteyptum bekk. Aðeins var opnað fyrir vatn í klukkustund í einu, tvisvar á dag. Hann fékk mat innan um stálglugga á hurð klefans þrisvar á dag, yfirleitt ein matskeið af grjónum og rotnandi baunum. Eiginkona hans mátti aðeins heimsækja hans í korter á mánuði og þá á bak við glervegg. Á næturnar segist Sosa Herrera hafa heyrt sársaukaóp annarra fanga þegar þeir voru pyntaðir. „Verðirnir settu þá í handjárn og hlekki og börðu þá svo og drógu þá eftir jörðinni. Við heyrðum öskrin í þeim,“ segir hann. Ekkert spurst til biskups sem neitaði að fara Örlög Rolando Álvarez, kaþólsks biskups og einarðs andstæðings Ortega, eru óljós. Hann neitaði að fara um borð í flugvélina sem flutti hina fangana til Bandaríkjanna. Hann taldi að með því játaði hann sig sekan um glæp sem hann hefði ekki framið. Álvarez var í kjölfarið dæmdur í 26 ára fangelsi og sviptur ríkisborgararétti eins og hinir. Enginn hefur enn náð sambandi við Álvarez né komist til botns í hvar honum er haldið, að sögn heimildarmanns AP-fréttastofunnar sem vildi ekki láta nafns síns getið af ótta við hefndarverk stjórnvalda. Ekki lifðu heldur allir stjórnarandstæðingarnir fangelsisvistina af. Hugo Torres, fyrrverandi leiðtogi í sandínistahreyfingunni sem tók meðal annars þátt í að frelsa Ortega úr fangelsi, lést á meðan hann beið réttarhalda, þá 73 ára gamall. Torres var á meðal þeirra sem stjórn Ortega lét handtaka í tengslum við forsetakosningarnar árið 2021. Níkaragva Tengdar fréttir Kosið í Níkaragva í skugga ofsókna og gerræðis Kosningar fara fram í Níkaragva í dag þar sem ekkert bendir til annars en að forsetinn Daniel Ortega verði hlutskarpastur og muni sitja í forsetastóli fjórða kjörtímabilið í röð. 7. nóvember 2021 11:22 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fleiri fréttir 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Sjá meira
Ortega, sem hefur setið á forsetastóli frá árinu 2006, hefur hert tök sín á landinu verulega frá því að mikil mótmælaalda gekk yfir árið 2018. Stjórn hans braut mótmælin á bak aftur af mikilli hörku. Tugir þúsunda Níkaragvabúa hafa flúið ofsóknir hennar og stjórnvöld hafa lokað fjölda frjálsra fjölmiðla. Fyrir forsetakosningarnar árið 2021 lét Ortega handtaka sjö af helstu mótframbjóðendum sínum og fangelsa. Hann sakaði þá um að föðurlandssvik sem hefðu staðið fyrir mótmælunum sem áttu að steypa honum af stóli. Fólkið hafi verið útsendarar Bandaríkjastjórnar sem hafi notað það til þess að skapa ótta og valda dauða og eyðileggingu í landinu. Vestræn ríki hafa þrýst á Ortega að sleppa pólitískum föngum úr fangelsum sem eru alræmd við ómanneskjulegar aðstæður. Forsetinn nýtti tækifærið, setti 222 stjórnmálaleiðtoga, presta, námsmenn, aðgerðasinna og annað andófsfólk um borð í flugvél og lét fljúga því til Bandaríkjanna í byrjun þessa mánaðar. Skömmu síðar svipti níkaragvönsk stjórnvöld fólkið ríkisborgararétti í trássi við alþjóðasamninga sem banna ríkjum að gera fólk ríkisfangslaust, að sögn AP-fréttastofunnar. Dómstóll svipti 94 meinta svikara til viðbótar ríkisborgararétti í þarsíðustu viku. Alls urðu því fleiri en þrjú hundruð manns ríkisfangslausir. Stuðningsmenn Daniels Ortega, forseta Níkaragva, halda á mynd af honum í göngu til stuðnings stjórnvöldum í Managva fyrr í þessum mánuði.AP Skilaboðin að ekkert andóf verði liðið Í hópnum sem var sendur norður til Bandaríkjanna var meðal annars Sergio Ramírez, einn þekktasti rithöfundur Níkaragva og fyrrverandi vopnabróðir Ortega úr sandínistahreyfingunni. Ramírez gegndi meðal anars embætti varaforseta í fyrstu ríkisstjórn sandínista eftir að þeir steyptu einræðisherra landsins af stóli á 9. áratug síðustu aldar. Leiðir þeirra skildu þegar Ramírez gat ekki lengur fellt sig við einræðistilburði Ortega á 10. áratugnum. „Níkaragva er allt það sem ég er og allt sem ég á, sem ég mun aldrei hætta að vera eða eiga. [...] Því meira sem þeir taka Níkaragva af mér, því meira af Níkaragva á ég,“ skrifaði Ramírez eftir að hann var sviptur ríkisborgararéttinum. #Nicaragua es lo que soy y todo lo que tengo, y que nunca voy a dejar de ser, ni dejar de tener, mi memoria y mis recuerdos, mi lengua y mi escritura, mi lucha por su libertad por la que he empeñado mi palabra. Mientras más Nicaragua me quitan, más Nicaragua tengo.— Sergio Ramírez (@sergioramirezm) February 16, 2023 Bandaríska utanríkisráðuneytið, mannréttindasamtökin Amnesty International, og mannréttindanefnd Ameríkanna voru á meðal þeirra sem fordæmdu ríkisstjórn Ortega. „Ég held að skilaboðin hafi verið afar skýr: í mínu landi verður ekkert andóf,“ segir Ivan Briscoe frá félagasamtökunum Alþjóðlega neyðarhópnum (e. International Crisis Group) sem láta sig átök varða. Fordæmalaust umfang á vesturhveli Peter J. Spiro, prófessor í alþjóðalögum við Temple-háskóla, og fleiri sérfræðingar segja AP-fréttastofunni að sú ákvörðun Ortega að svipta andófsfólkið ríkisborgararétti sé í trássi við við samning Sameinuðu þjóðanna frá 1961 um að ríki megi ekki svipta fólk réttinum á grundvelli kynþáttar, þjóðernis, trúar eða stjórnmálaskoðana. „Þetta er útskúfun og útskúfun gengur þvert gegn nútímahugmyndum um mannréttindi,“ segir Spiro. Umfang aðgerða Ortega gegn fólkinu er sagt fordæmalaust á vesturhveli jarðar. Ríki hafi svipt borgara rétti en ekki á þessum skala. Þannig svipti einræðisstjórn Augusto Pinochet í Síle Orlando Letelier, leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem var í útlegð, ríkisborgararétti á 8. áratugnum. Letelier var síðar myrtur í Bandaríkjunum. Spiro segist að aðgerðir Ortega minni helst á stjórnvöld í Barein sem hafa svipt hundruð aðgerðasinna, blaðamanna og trúarbragðafræðinga ríkisborgararétti á undanförnum árum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Talsmaður ráðuneytis hans sagði ákvörðun níkaragvanskra stjórnvalda um að sleppa föngunum uppbyggilegt skref. Ákvörðunin um að svipta fólkið ríkisborgararétti á sama tíma hafi þó ekki gert neitt til að sefa áhyggjur Bandaríkjastjórnar af kúgun stjórnvalda í Managva á eigin borgurum.AP/Andrew Harnik Fengu ekkert að vita fyrr en á flugvellinum Spánn, Síle og Argentína hafa boðið andófsfólkinu ríkisborgararétt. Auk þess hafa mexíkósk stjórnvöld boðið því hæli og Bandaríkjastjórn landvistarleyfi í tvö ár. Það er engu að síður í lagalegri og andlegri óvissu, að sögn Jennie Lincoln, ráðgjafa Carter-miðstöðvarinnar í málefnum Rómönsku Ameríku, sem hefur verið í sambandið við fólkið eftir að það kom til Bandaríkjanna. „Sálfræðilega eru þau ríkisfangslaus. Þau eru í áfalli. Einn daginn eru þau í fangelsi, nokkrum klukkustundum síðar um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Ímyndið ykkur andleg áhrif þess og að vera svo sviptur ríkisborgararéttinum,“ segir hún. Felix Maradiaga, einn forsetaframbjóðendanna sem var handtekinn árið 2021, segir að fangarnir hafi verið færðir úr fangelsi með rútu. Þeir hafi verið handjárnaðir og látnir lúta höfði svo þeir sæju ekki hvert rútan stefndi. Á flugvellinum í höfuðborginni Managva hafi föngunum verið gert að skrifa undir yfirlýsingu um það samþykkti að fara til Bandaríkjanna. „Það var fyrst þá sem við fréttum að okkur hefði verið vísað úr landi og send í útlegð,“ sagði Maradiaga við bandarísku sjónvarpsstöðina PBS. Þegar til Washington-borgar var komið komst fólkið að því að það hefði verið svipt ríkisborgararéttinum. Victor Manuel Sosa Herrera á blaðamannafundi með borgarstjóra Miami-Dade-sýslu í Bandaríkjunum í þarsíðustu viku. Hann telur að hann hafi verið handtekinn fyrir að neita að taka þátt í vopnaðri sveit til að berja niður mótmæli gegn stjórn Ortega árið 2018.AP/Lynne Sladky Hlustaði á öskur pyntaðra fanga í dimmum klefa Andófsfólkið lýsir einnig skelfilegum aðstæðum í níkaragvönskum fangelsum. Victor Manuel Sosa Herrera, sextugur atvinnurekandi frá borginni Matagalpa, segir að honum hafi verið haldið í dimmum klefa sem var sex fermetrar að stærð í hámarksöryggisdeild Modelo-fangelsisins sem sé nefnt „El Infiernillo“, litla helvítið. Þar hafi honum verið haldið í einangrun og þurft að sofa á steinsteyptum bekk. Aðeins var opnað fyrir vatn í klukkustund í einu, tvisvar á dag. Hann fékk mat innan um stálglugga á hurð klefans þrisvar á dag, yfirleitt ein matskeið af grjónum og rotnandi baunum. Eiginkona hans mátti aðeins heimsækja hans í korter á mánuði og þá á bak við glervegg. Á næturnar segist Sosa Herrera hafa heyrt sársaukaóp annarra fanga þegar þeir voru pyntaðir. „Verðirnir settu þá í handjárn og hlekki og börðu þá svo og drógu þá eftir jörðinni. Við heyrðum öskrin í þeim,“ segir hann. Ekkert spurst til biskups sem neitaði að fara Örlög Rolando Álvarez, kaþólsks biskups og einarðs andstæðings Ortega, eru óljós. Hann neitaði að fara um borð í flugvélina sem flutti hina fangana til Bandaríkjanna. Hann taldi að með því játaði hann sig sekan um glæp sem hann hefði ekki framið. Álvarez var í kjölfarið dæmdur í 26 ára fangelsi og sviptur ríkisborgararétti eins og hinir. Enginn hefur enn náð sambandi við Álvarez né komist til botns í hvar honum er haldið, að sögn heimildarmanns AP-fréttastofunnar sem vildi ekki láta nafns síns getið af ótta við hefndarverk stjórnvalda. Ekki lifðu heldur allir stjórnarandstæðingarnir fangelsisvistina af. Hugo Torres, fyrrverandi leiðtogi í sandínistahreyfingunni sem tók meðal annars þátt í að frelsa Ortega úr fangelsi, lést á meðan hann beið réttarhalda, þá 73 ára gamall. Torres var á meðal þeirra sem stjórn Ortega lét handtaka í tengslum við forsetakosningarnar árið 2021.
Níkaragva Tengdar fréttir Kosið í Níkaragva í skugga ofsókna og gerræðis Kosningar fara fram í Níkaragva í dag þar sem ekkert bendir til annars en að forsetinn Daniel Ortega verði hlutskarpastur og muni sitja í forsetastóli fjórða kjörtímabilið í röð. 7. nóvember 2021 11:22 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fleiri fréttir 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Sjá meira
Kosið í Níkaragva í skugga ofsókna og gerræðis Kosningar fara fram í Níkaragva í dag þar sem ekkert bendir til annars en að forsetinn Daniel Ortega verði hlutskarpastur og muni sitja í forsetastóli fjórða kjörtímabilið í röð. 7. nóvember 2021 11:22
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21