Klopp: „Augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2023 16:31 Jürgen Klopp þurfti að horfa upp á erfitt tap gegn Real Madrid á þriðjudaginn. Getty/James Gill „Við vitum að við þurfum að bæta okkur og breyta hlutum, og það munum við gera,“ segir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool sem átt hefur vonbrigðatímabil til þessa eftir að hafa verið nálægt sögulegri titlafernu á síðustu leiktíð. Liverpool tapaði 5-2 gegn Real Madrid á heimavelli á þriðjudag, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og er aðeins í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar á liðið þó 1-2 leiki til góða á næstu lið og möguleikinn á 4. sæti, og þar með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, lifir góðu lífi. Liverpool sækir Crystal Palace heim annað kvöld og freistar þess að vinna þriðja deildarleik sinn í röð en Klopp horfir svo til félagaskiptagluggans eftir tímabilið varðandi möguleikann á að breyta og bæta sitt lið. „Við getum ekki gert það núna en það er augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar. Í augnablikinu þurfum við bara að komast í gegnum þetta og berja frá okkur,“ hefur BBC eftir Klopp. Miðjumennirnir James Milner, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain, og sóknarmaðurinn Roberto Firmino, eru allir með samninga sem renna út í lok leiktíðarinnar. Fjöldi leikmanna liðsins hefur hins vegar líka valdið vonbrigðum í vetur og meiðsli hafa gert liðinu erfitt fyrir. Þarf að vita hverjir fara Þess vegna er liðið ekki nálægt afrekum síðustu leiktíðar þegar liðið vann báðar ensku bikarkeppninnar, komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og endaði stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Klopp þarf að endurmóta liðið. „Þetta félag er ekki byggt upp þannig að það eyði fúlgum fjár. Kaupin okkar þurfa alltaf að vera nákvæm. Það gerir þetta erfitt. Við getum ekki keypt fjóra leikmenn án þess að vita það til dæmis hvaða leikmenn munu fara,“ sagði Klopp. „Á síðasta tímabili var ekki ástæða fyrir stórar breytingar. Við vorum í keppni fram á síðustu stundu, og ef maður vill breytingar hjá þessu félagi þá er ekki hægt að kaupa bara leikmenn og komast svo að því seinna að enginn vilji fara. Þetta virkar ekki þannig. Það er ekki hægt að byrja ferlið fyrr því við spiluðum úrslitaleik eftir úrslitaleik, fram á síðustu mínútu tímabilsins, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áttum svo stutt hlé og svo komu mörg meiðsli og HM,“ sagði Klopp og sagði augljóst að sum önnur félög þyrftu ekki að fylgja eftir sömu aðferðum og Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Liverpool tapaði 5-2 gegn Real Madrid á heimavelli á þriðjudag, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og er aðeins í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar á liðið þó 1-2 leiki til góða á næstu lið og möguleikinn á 4. sæti, og þar með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, lifir góðu lífi. Liverpool sækir Crystal Palace heim annað kvöld og freistar þess að vinna þriðja deildarleik sinn í röð en Klopp horfir svo til félagaskiptagluggans eftir tímabilið varðandi möguleikann á að breyta og bæta sitt lið. „Við getum ekki gert það núna en það er augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar. Í augnablikinu þurfum við bara að komast í gegnum þetta og berja frá okkur,“ hefur BBC eftir Klopp. Miðjumennirnir James Milner, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain, og sóknarmaðurinn Roberto Firmino, eru allir með samninga sem renna út í lok leiktíðarinnar. Fjöldi leikmanna liðsins hefur hins vegar líka valdið vonbrigðum í vetur og meiðsli hafa gert liðinu erfitt fyrir. Þarf að vita hverjir fara Þess vegna er liðið ekki nálægt afrekum síðustu leiktíðar þegar liðið vann báðar ensku bikarkeppninnar, komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og endaði stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Klopp þarf að endurmóta liðið. „Þetta félag er ekki byggt upp þannig að það eyði fúlgum fjár. Kaupin okkar þurfa alltaf að vera nákvæm. Það gerir þetta erfitt. Við getum ekki keypt fjóra leikmenn án þess að vita það til dæmis hvaða leikmenn munu fara,“ sagði Klopp. „Á síðasta tímabili var ekki ástæða fyrir stórar breytingar. Við vorum í keppni fram á síðustu stundu, og ef maður vill breytingar hjá þessu félagi þá er ekki hægt að kaupa bara leikmenn og komast svo að því seinna að enginn vilji fara. Þetta virkar ekki þannig. Það er ekki hægt að byrja ferlið fyrr því við spiluðum úrslitaleik eftir úrslitaleik, fram á síðustu mínútu tímabilsins, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áttum svo stutt hlé og svo komu mörg meiðsli og HM,“ sagði Klopp og sagði augljóst að sum önnur félög þyrftu ekki að fylgja eftir sömu aðferðum og Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira