Klopp: „Augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2023 16:31 Jürgen Klopp þurfti að horfa upp á erfitt tap gegn Real Madrid á þriðjudaginn. Getty/James Gill „Við vitum að við þurfum að bæta okkur og breyta hlutum, og það munum við gera,“ segir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool sem átt hefur vonbrigðatímabil til þessa eftir að hafa verið nálægt sögulegri titlafernu á síðustu leiktíð. Liverpool tapaði 5-2 gegn Real Madrid á heimavelli á þriðjudag, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og er aðeins í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar á liðið þó 1-2 leiki til góða á næstu lið og möguleikinn á 4. sæti, og þar með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, lifir góðu lífi. Liverpool sækir Crystal Palace heim annað kvöld og freistar þess að vinna þriðja deildarleik sinn í röð en Klopp horfir svo til félagaskiptagluggans eftir tímabilið varðandi möguleikann á að breyta og bæta sitt lið. „Við getum ekki gert það núna en það er augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar. Í augnablikinu þurfum við bara að komast í gegnum þetta og berja frá okkur,“ hefur BBC eftir Klopp. Miðjumennirnir James Milner, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain, og sóknarmaðurinn Roberto Firmino, eru allir með samninga sem renna út í lok leiktíðarinnar. Fjöldi leikmanna liðsins hefur hins vegar líka valdið vonbrigðum í vetur og meiðsli hafa gert liðinu erfitt fyrir. Þarf að vita hverjir fara Þess vegna er liðið ekki nálægt afrekum síðustu leiktíðar þegar liðið vann báðar ensku bikarkeppninnar, komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og endaði stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Klopp þarf að endurmóta liðið. „Þetta félag er ekki byggt upp þannig að það eyði fúlgum fjár. Kaupin okkar þurfa alltaf að vera nákvæm. Það gerir þetta erfitt. Við getum ekki keypt fjóra leikmenn án þess að vita það til dæmis hvaða leikmenn munu fara,“ sagði Klopp. „Á síðasta tímabili var ekki ástæða fyrir stórar breytingar. Við vorum í keppni fram á síðustu stundu, og ef maður vill breytingar hjá þessu félagi þá er ekki hægt að kaupa bara leikmenn og komast svo að því seinna að enginn vilji fara. Þetta virkar ekki þannig. Það er ekki hægt að byrja ferlið fyrr því við spiluðum úrslitaleik eftir úrslitaleik, fram á síðustu mínútu tímabilsins, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áttum svo stutt hlé og svo komu mörg meiðsli og HM,“ sagði Klopp og sagði augljóst að sum önnur félög þyrftu ekki að fylgja eftir sömu aðferðum og Liverpool. Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Liverpool tapaði 5-2 gegn Real Madrid á heimavelli á þriðjudag, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og er aðeins í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar á liðið þó 1-2 leiki til góða á næstu lið og möguleikinn á 4. sæti, og þar með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, lifir góðu lífi. Liverpool sækir Crystal Palace heim annað kvöld og freistar þess að vinna þriðja deildarleik sinn í röð en Klopp horfir svo til félagaskiptagluggans eftir tímabilið varðandi möguleikann á að breyta og bæta sitt lið. „Við getum ekki gert það núna en það er augljóst að við verðum að gera eitthvað í sumar. Í augnablikinu þurfum við bara að komast í gegnum þetta og berja frá okkur,“ hefur BBC eftir Klopp. Miðjumennirnir James Milner, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain, og sóknarmaðurinn Roberto Firmino, eru allir með samninga sem renna út í lok leiktíðarinnar. Fjöldi leikmanna liðsins hefur hins vegar líka valdið vonbrigðum í vetur og meiðsli hafa gert liðinu erfitt fyrir. Þarf að vita hverjir fara Þess vegna er liðið ekki nálægt afrekum síðustu leiktíðar þegar liðið vann báðar ensku bikarkeppninnar, komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og endaði stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Klopp þarf að endurmóta liðið. „Þetta félag er ekki byggt upp þannig að það eyði fúlgum fjár. Kaupin okkar þurfa alltaf að vera nákvæm. Það gerir þetta erfitt. Við getum ekki keypt fjóra leikmenn án þess að vita það til dæmis hvaða leikmenn munu fara,“ sagði Klopp. „Á síðasta tímabili var ekki ástæða fyrir stórar breytingar. Við vorum í keppni fram á síðustu stundu, og ef maður vill breytingar hjá þessu félagi þá er ekki hægt að kaupa bara leikmenn og komast svo að því seinna að enginn vilji fara. Þetta virkar ekki þannig. Það er ekki hægt að byrja ferlið fyrr því við spiluðum úrslitaleik eftir úrslitaleik, fram á síðustu mínútu tímabilsins, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áttum svo stutt hlé og svo komu mörg meiðsli og HM,“ sagði Klopp og sagði augljóst að sum önnur félög þyrftu ekki að fylgja eftir sömu aðferðum og Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira