Enski boltinn

Samkomulag í höfn um nýjan langtímasamning

Smári Jökull Jónsson skrifar
Bukayo Saka er búinn að ná samkomulagi við Arsenal um nýjan langtímasamning.
Bukayo Saka er búinn að ná samkomulagi við Arsenal um nýjan langtímasamning. Vísir/Getty

Arsenal hefur náð samkomulagi við Bukayo Saka um nýjan langtímasamning en enski landsliðsmaðurinn hefur átt frábært tímabil hjá toppliðinu til þessa.

Samkvæmt The Athletic er samkomulag á milli Arsenal og Saka í höfn þó enn eigi eftir að skrifa undir samninginn. Þessi rúmlega tvítugi Englendingur er einn af lykilmönnum Arsenal sem situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og því frábærar fréttir fyrir félagið að Saka sé búinn að samþykkja nýjan samning.

Nýverið virkjaði Arsenal klásúlu í samningi Saka sem framlengdi samning hans sjálfkrafa út næsta tímabil en nýr samningur mun koma í stað þess gamla.

Á dögunum framlengdi Gabriel Martinelli sinn samning við Arsenal og ljóst að Mikael Arteta ætlar sér ekki að missa sína bestu menn frá sér eins og oft hefur verið sagan hjá Arsenal.

Saka hefur skorað tíu mörk og gefið átta stoðsendingar á tímabilinu til þessa en Arsenal er með tveggja stiga forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á þar að auki leik til góða. Arsenal á leik gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×