Fjölskylda Potter hefur fengið morðhótanir frá reiðum stuðningsmönnum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 09:01 Það hefur verið bras á lærisveinum Graham Potter hjá Chelsea síðustu vikurnar. Vísir/Getty Graham Potter greindi frá því á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag að hann og fjölskylda hans hafi fengið morðhótanir frá reiðum stuðningsmönnum vegna slaks gengis liðsins. Chelsea mætir Tottenham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Gengi Chelsea hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum í öllum keppnum og töpuðu meðal annars fyrir botnliði Southampton í síðustu umferð. Graham Potter tók við þjálfun Chelsea í haust eftir að Þjóðverjanum Thomas Tuchel var sagt upp störfum. Potter hefur heldur betur fengið að versla leikmenn því Chelsea hefur eytt mest allra liða í heiminum síðustu mánuði og keypti meðal annars átta nýja leikmenn í janúarmánuði fyrir nokkur hundruð milljónir punda. Argentínumaðurinn Enzo Fernandez er einn þeirra sem Chelsea keypti í janúar en hann er dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Vísir/Getty Potter var á blaðamannafundi í gær í tilefni leiksins við Tottenham á sunnudag og þar greindi hann frá því að hann og fjölskylda hans hefðu fengið morðhótanir að undanförnu. „Ég hef fengið nokkra miður skemmtilega tölvupósta, þeir vilja að ég deyi. Það er augljóslega ekki gaman að fá slíka pósta,“ sagði Potter en Chelsea hefur sagt að þeir hafi boðið Potter og fjölskyldu allan sinn stuðning. „Þið gætuð spurt fjölskyldu mína hvernig lífið hefur verið fyrir mig og þau. Það hefur alls ekki verið ánægjulegt.“ Hann segir að þegar úrslitin séu eins og þau hafi verið að undanförnu þá verði vissulega að taka á móti gagnrýni en hann sagði að hann myndi ekki láta hana brjóta sig niður. „Það er ekki þar með sagt að þetta sé auðvelt. Fjölskyldulífið situr á hakanaum, andlegu heilsunni hrakar og persónuleikanum. Þetta er erfitt,“ sagði Potter og bætti við að stuðningsmennirnir væru í fullum rétti að vera reiðir. „Þú spyrð hvort þetta sé erfitt, já þetta er erfitt. Þú þjáist, þú kemst í uppnám. Þegar maður er með fjölskyldunni þá sýnir maður alvöru tilfinningar. En heimurinn er erfiður. Við erum að fara í gegnum orkukrísu og krísu vegna kostnaðar fyrir heimilin. Fólk er í verkfalli aðra hverja viku. Enginn vill heyra um greyið þjálfarann í ensku úrvalsdeildinni.“ Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira
Chelsea mætir Tottenham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Gengi Chelsea hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum í öllum keppnum og töpuðu meðal annars fyrir botnliði Southampton í síðustu umferð. Graham Potter tók við þjálfun Chelsea í haust eftir að Þjóðverjanum Thomas Tuchel var sagt upp störfum. Potter hefur heldur betur fengið að versla leikmenn því Chelsea hefur eytt mest allra liða í heiminum síðustu mánuði og keypti meðal annars átta nýja leikmenn í janúarmánuði fyrir nokkur hundruð milljónir punda. Argentínumaðurinn Enzo Fernandez er einn þeirra sem Chelsea keypti í janúar en hann er dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Vísir/Getty Potter var á blaðamannafundi í gær í tilefni leiksins við Tottenham á sunnudag og þar greindi hann frá því að hann og fjölskylda hans hefðu fengið morðhótanir að undanförnu. „Ég hef fengið nokkra miður skemmtilega tölvupósta, þeir vilja að ég deyi. Það er augljóslega ekki gaman að fá slíka pósta,“ sagði Potter en Chelsea hefur sagt að þeir hafi boðið Potter og fjölskyldu allan sinn stuðning. „Þið gætuð spurt fjölskyldu mína hvernig lífið hefur verið fyrir mig og þau. Það hefur alls ekki verið ánægjulegt.“ Hann segir að þegar úrslitin séu eins og þau hafi verið að undanförnu þá verði vissulega að taka á móti gagnrýni en hann sagði að hann myndi ekki láta hana brjóta sig niður. „Það er ekki þar með sagt að þetta sé auðvelt. Fjölskyldulífið situr á hakanaum, andlegu heilsunni hrakar og persónuleikanum. Þetta er erfitt,“ sagði Potter og bætti við að stuðningsmennirnir væru í fullum rétti að vera reiðir. „Þú spyrð hvort þetta sé erfitt, já þetta er erfitt. Þú þjáist, þú kemst í uppnám. Þegar maður er með fjölskyldunni þá sýnir maður alvöru tilfinningar. En heimurinn er erfiður. Við erum að fara í gegnum orkukrísu og krísu vegna kostnaðar fyrir heimilin. Fólk er í verkfalli aðra hverja viku. Enginn vill heyra um greyið þjálfarann í ensku úrvalsdeildinni.“
Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira