Enski boltinn

Jóhann Berg lagði upp tvö þegar Burnley vann risasigur

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jóhann Berg í leiknum gegn Huddersfield í dag.
Jóhann Berg í leiknum gegn Huddersfield í dag. Vísir/Getty

Jóhann Berg Guðmundsson gaf tvær stoðsendingar í 4-0 sigri Burnley á Huddersfield í Championship-deildinni á Englandi í dag.

Burnley hefur átt frábært tímabil og var með sextán stiga forskot á Middlesbrough í þriðja sæti deildarinnar en tvö efstu liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili.

Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley í dag og lét heldur betur að sér kveða. Hann gaf tvær stoðendingar í 4-0 sigri liðsins.

Burnley var komið í 3-0 strax í fyrri hálfleik. Ashley Barnes skoraði á 7.mínútu og svo bættu þeir Josh Brownhill og Connor Roberts við mörkum fyrir hlé, tvö síðari mörkin eftir sendingu Jóhanns Bergs.

Í síðari hálfleik bætti heimaliðið við einu marki. Það skoraði varamaðurinn Michael Obafemi á 74.mínútu og öruggur sigur Burnley staðreynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×