Enski boltinn

Ten Hag gleymdi næstum því bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erik ten Hag með enska deildabikarinn eftir sigur Manchester United á Newcastle United á Wembley í gær.
Erik ten Hag með enska deildabikarinn eftir sigur Manchester United á Newcastle United á Wembley í gær. Getty/James Gill

Erik ten Hag vann sinn fyrsta titil sem knattspyrnustjóri Manchester United í gær sem jafnframt var fyrsti bikar félagsins í sex ár.

Ten Hag er búinn að gerbreyta andrúmsloftinu á Old Trafford og útlitinu á liðinu enda sjá margir stuðningsmenn nú lið sem er líklegt til að bæta við fleiri titlum á næstu árum.

Manchester United á enn möguleika á að vinna fjóra titla á þessu tímabili því liðið er við toppinn i ensku úrvalsdeildinni, komið í sextán liða úrslit enska bikarsins og er í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Ten Hag sjálfur virðist líka strax vera kominn með hugann við næsta bikar ef marka má blaðamannafund hans.

Eftir að honum lauk þá gleymdi hollenski stjórinn að taka með sér bikarinn. Honum var reyndar fljótt bent á það að hann hefði gleymt bikarnum.

Ten Hag grínaðist strax með það að hann væri strax farinn að hugsa um næsta bikar því þessi væri í húsi.

Hér fyrir neðan má sjá atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×