Guardiola skaut á United: „Af því að þeir eyddu ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 09:31 Erik ten Hag hefur nú fært Manchester United langþráðan titil en Pep Guardiola segist hafa búist við meira af United síðustu ár. Getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, baunaði létt á erkifjendur City í Manchester United þegar hann var spurður út í fyrsta titil United í sex ár. Grínaðist hann með að titlaþurrðin væri vegna þess að félagið eyddi svo litlu í leikmannakaup. Manchester United vann Newcastle á sunnudag í úrslitaleik enska deildabikarsins og landaði þar með sínum fyrsta titli undir stjórn Hollendingsins Eriks ten Hag. Á þeim sex árum sem liðu á milli titla hjá United hefur Guardiola rakað inn titlum hjá City en frá því að hann tók við liðinu árið 2016 hefur það orðið enskur meistari fjórum sinnum, bikarmeistari einu sinni og deildabikarmeistari fjórum sinnum. Framtíð City er hins vegar í ákveðinni óvissu eftir að enska úrvalsdeildin kærði félagið fyrr í þessum mánuði, fyrir að brjóta yfir hundrað sinnum reglur um fjárhagslegt aðhald á árunum 2009-2018. Sú staðreynd gæti hafa verið í huga Guardiola þegar hann skaut á United sem hefur síst eytt minna í leikmenn en City á undanförnum árum. The Guardian segir að á síðustu fimm árum hafi United eytt 685 milljónum punda í leikmenn en City 660 milljónum, og að þegar sölutekjur séu teknar inn í dæmið hafi United eytt 527 milljónum punda en City aðeins 162 milljónum. „Hélt að United yrði alltaf þarna“ Guardiola var spurður að því hvort að sigur United á sunnudag þýddi að United væri aftur orðið að „afli“ í enskum fótbolta. „Fyrr eða síðar ætti það að gerast, ekki satt? Það ætti að gerast,“ sagði Guardiola og var aftur spurður hvort að United væri „mætt aftur“. Þá svaraði hann brosandi: „Ef að þeir eyða aðeins meiri peningum, já. Þetta er út af því að þeir eyddu ekki, ekki satt? Þetta er eðlilegt. Þeir eru í þeirri stöðu sem þeir ættu vanalega að vera í. Staðreyndin er að tvö lið, Liverpool og við, hafa verið með ótrúlega tölfræði.“ "Yeah if they spend a little bit more money" Pep Guardiola jokes about Manchester United's spending pic.twitter.com/qKfepqXAEA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 28, 2023 Guardiola gæti enn bætt þremur titlum í safnið á þessari leiktíð en City sækir Bristol City heim í enska bikarnum í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Árangur hans hjá félaginu hefur komið United í skugga sem stuðningsmenn rauða liðsins vonast til þess að liðið sé nú að losna undan. „Þegar ég kom hingað þá hélt ég að United yrði alltaf þarna, vegna sögu félagsins og alls annars. Erik er að gera ótrúlega hluti. Og leikmennirnir, maður sér hvernig þeir leggja allt í sölurnar og reyna að gera þetta allir saman. Þegar maður hefur verið án titils í fimm eða sex ár [þá þarf maður þetta],“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Bosnía | Strákarnir okkar hefja nýja undankeppni Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira
Manchester United vann Newcastle á sunnudag í úrslitaleik enska deildabikarsins og landaði þar með sínum fyrsta titli undir stjórn Hollendingsins Eriks ten Hag. Á þeim sex árum sem liðu á milli titla hjá United hefur Guardiola rakað inn titlum hjá City en frá því að hann tók við liðinu árið 2016 hefur það orðið enskur meistari fjórum sinnum, bikarmeistari einu sinni og deildabikarmeistari fjórum sinnum. Framtíð City er hins vegar í ákveðinni óvissu eftir að enska úrvalsdeildin kærði félagið fyrr í þessum mánuði, fyrir að brjóta yfir hundrað sinnum reglur um fjárhagslegt aðhald á árunum 2009-2018. Sú staðreynd gæti hafa verið í huga Guardiola þegar hann skaut á United sem hefur síst eytt minna í leikmenn en City á undanförnum árum. The Guardian segir að á síðustu fimm árum hafi United eytt 685 milljónum punda í leikmenn en City 660 milljónum, og að þegar sölutekjur séu teknar inn í dæmið hafi United eytt 527 milljónum punda en City aðeins 162 milljónum. „Hélt að United yrði alltaf þarna“ Guardiola var spurður að því hvort að sigur United á sunnudag þýddi að United væri aftur orðið að „afli“ í enskum fótbolta. „Fyrr eða síðar ætti það að gerast, ekki satt? Það ætti að gerast,“ sagði Guardiola og var aftur spurður hvort að United væri „mætt aftur“. Þá svaraði hann brosandi: „Ef að þeir eyða aðeins meiri peningum, já. Þetta er út af því að þeir eyddu ekki, ekki satt? Þetta er eðlilegt. Þeir eru í þeirri stöðu sem þeir ættu vanalega að vera í. Staðreyndin er að tvö lið, Liverpool og við, hafa verið með ótrúlega tölfræði.“ "Yeah if they spend a little bit more money" Pep Guardiola jokes about Manchester United's spending pic.twitter.com/qKfepqXAEA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 28, 2023 Guardiola gæti enn bætt þremur titlum í safnið á þessari leiktíð en City sækir Bristol City heim í enska bikarnum í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Árangur hans hjá félaginu hefur komið United í skugga sem stuðningsmenn rauða liðsins vonast til þess að liðið sé nú að losna undan. „Þegar ég kom hingað þá hélt ég að United yrði alltaf þarna, vegna sögu félagsins og alls annars. Erik er að gera ótrúlega hluti. Og leikmennirnir, maður sér hvernig þeir leggja allt í sölurnar og reyna að gera þetta allir saman. Þegar maður hefur verið án titils í fimm eða sex ár [þá þarf maður þetta],“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Bosnía | Strákarnir okkar hefja nýja undankeppni Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira