Enski boltinn

Hlutabréfin í Manchester United hríðféllu þrátt fyrir titilinn um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Manchester United með bikarinn eftir sigurinn á Newcastle United á Wembley um helgina.
Leikmenn Manchester United með bikarinn eftir sigurinn á Newcastle United á Wembley um helgina. AP/Alastair Grant

Fréttir í Financial Times höfðu miklu meiri áhrif á hlutabréfin í Manchester United heldur en sigur liðsins á Newcastle United í úrslitaleik enska deildabikarsins um helgina.

Manchester United vann sinn fyrsta titil í sex ár á Wembley og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag er að gera frábæra hluti með félagið.

Það lítur aftur á móti út fyrir það að áhrif gengis liðsins inn á vellinum hafi engin áhrif á verðmæti félagsins á mörkuðum.

Tvær fréttir um United í Financial Times ollu því að hlutabréfin í Manchester United hríðféllu þegar markaðurinn opnaði í gær.

Fréttirnar voru annars vegar um það að Manchester United væri miklu minna virði en Glazer-bræðurnir vilja fá fyrir það og svo að þeir ætli sér ekki aftir allt saman að selja félagið.

Kaveh Solhekol fór vel yfir málið á Sky Sports eins og sjá má hér fyrir neðan.

Hann segir að hlutabréfin í Manchester United hafi fallið um tíu prósent þegar markaðirnir opnuðu í gær.

Glazer-bræðurnir vilja fá fimm milljarða punda fyirr félagið en í frétt Financial Times segir að félagið sé aðeins 1,3 milljarða punda virði. Í íslenskum krónum erum við að tala um að verðmat eigendanna sé 870 milljarðar en að markaðurinn telji að félagið sé bara 226 milljarða virði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×