United í átta liða úrslit eftir endurkomusigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2023 21:42 Alejandro Garnacho fagnaði marki sínu vel og innilega. David Rogers/Getty Images Nýkrýndir deildabikarmeistarar Manchester United eru komnir í átta liða úrslit hinnar bikarkeppninnar á Englandi, FA-bikarsins, eftir 3-1 sigur gegn West Ham í kvöld. Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í fyrri hálfleik og því var staðan enn markalaus þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Said Benrahma kom þó gestunum í West Ham í forystu með marki á 54. mínútu, en Naif Aguerd varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net rúmum tuttugu mínútum síðar og staðan var því jöfn þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo hinn 18 ára gamli Alejandro Garnacho sem reyndist kom heimamönnum loks í forystu á seinustu mínútu venjulegs leiktíma áður en Fred innsiglaði sigurinn fimm mínútum síðar. Niðurstaðan því 3-1 sigur United sem er á leið í átta liða úrslit, en West Ham situr eftir með sárt ennið. Enski boltinn
Nýkrýndir deildabikarmeistarar Manchester United eru komnir í átta liða úrslit hinnar bikarkeppninnar á Englandi, FA-bikarsins, eftir 3-1 sigur gegn West Ham í kvöld. Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í fyrri hálfleik og því var staðan enn markalaus þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Said Benrahma kom þó gestunum í West Ham í forystu með marki á 54. mínútu, en Naif Aguerd varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net rúmum tuttugu mínútum síðar og staðan var því jöfn þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo hinn 18 ára gamli Alejandro Garnacho sem reyndist kom heimamönnum loks í forystu á seinustu mínútu venjulegs leiktíma áður en Fred innsiglaði sigurinn fimm mínútum síðar. Niðurstaðan því 3-1 sigur United sem er á leið í átta liða úrslit, en West Ham situr eftir með sárt ennið.