Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem komu Man. United áfram og markið sem sló út Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alejandro Garnacho fagnar hér marki sínu fyrir Manchester United en kom þá liðinu yfir á nítugustu mínútu leiksins.
Alejandro Garnacho fagnar hér marki sínu fyrir Manchester United en kom þá liðinu yfir á nítugustu mínútu leiksins. Getty/David Rogers

Deildabikarmeistarar Manchester United eiga enn möguleika á fernunni á þessu tímabili eftir endurkomu sigur á móti West Ham í enska bikarnum í gærkvöldi.

Sextán liða úrslit enska bikarsins kláruðust í gær og þar fór Manchester United áfram ásamt b-deildarliðum Burnley og Sheffield United og D-deildarliði Grimsby Town.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leikjum gærkvöldsins.

Manchester United lenti 0-1 undir á móti West Ham á Old Trafford en kom til baka og vann leikinn 3-1. Alejandro Garnacho og Fred skoruðu undir blálokin en fyrsta mark United var sjálfsmark á 77. mínútu. Said Benrahma hafði skorað fyrir West Ham á 54. mínútu.

Iliman Ndiaye tryggði B-deildarliði Sheffield United 1-0 sigur á úrvalsdeildarliði Tottenham.

Connor Roberts skoraði sigurmark Burnley á móti Fleetwood Town á 90. mínútu leiksins.

Gavan Holohan skoraði úr tveimur vítaspyrnum í 2-1 útisigri D-deildarliðs Grimsby Towná úrvalsdeildarliði Southampton og heimamenn náðu bara að minnka muninn.

Klippa: Markasyrpa úr enska bikarnum frá 1. mars 2023



Fleiri fréttir

Sjá meira


×