Formúla 1

Lewis Hamilton segir að Mercedes sé að fara aftur á bak

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lewis Hamilton reyndi hvað hann gat en bíllinn var ekki nógu öflugur.
Lewis Hamilton reyndi hvað hann gat en bíllinn var ekki nógu öflugur. AP/Frank Augstein

Lewis Hamilton var allt annað en sáttur með bílinn sinn eftir fyrsta kappakstur formúlu eitt tímabilsins sem fór fram í Barein um helgina.

Sjöfaldi heimsmeistarinn endaði í fimmta sæti en þurfti að berjast fyrir því sæti eftir að hafa byrjað sjöundi í ráspólnum.

Heimsmeistarinn Max Verstappen vann keppnina og endaði næstum því 51 sekúndu á undan Hamilton í kappakstrinum.

George Russell, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes-liðinu, endaði í sjöunda sæti og þetta var því ekki glæsileg byrjun fyrir Mercedes fólk.

„Við getum alls ekki barist við þá á þessari stundu. Red Bull bílarnir voru miklu fljótari en við og það voru Astons bílarnir líka,“ sagði hinn 38 ára gamli Lewis Hamilton.

„Við erum fjórða hraðasta liðið núna en vorum það þriðja hraðasta í fyrra. Við erum að fara aftur á bak og eigum því mikið verk fyrir höndum að minnka bilið,“ sagði Hamilton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×