Enski boltinn

Hvert er vand­ræða­legasta tapið í fót­bolta­heiminum síðustu ár?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darwin Nunez fagnar fimmta markið Liverpool á móti Manchester United en Diogo Dalot liggur bugaður inn í markrinu.
Darwin Nunez fagnar fimmta markið Liverpool á móti Manchester United en Diogo Dalot liggur bugaður inn í markrinu. Getty/Peter Byrne

Liverpool vann 7-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og tapleikirnir verða ekki mikið vandræðalegri fyrir lið.

Manchester United hefur aldrei tapað stærra í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og ekki tapað stærra eftir seinni heimsstyrjöld. Þetta gerði liðið eftir að vera nýbúið að vinna sinn fyrsta titil í sex ár og stuðningsmenn félagsins voru farnir að láta aftur í sér heyra eftir slök ár á undan.

Enn verra er að tapa síðan svona á móti Liverpool-liðinu sem hefur verið í tómu tjóni í allan vetur og fékk meðal annars á sig fimm mörk á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum.

Liverpool menn skoruðu sex mörk í seinni hálfleiknum þar sem algjört karakterleysi í liði Manchester United hneykslaði marga, þar á meðal hollenska knattspyrnustjóra þess Erik ten Hag.

En er þetta mögulega vandræðalegasta tapið í fótboltaheiminum síðustu ár?

Það eru auðvitað nokkur tilkölluð þegar kemur að því að stórlið eru að fá mikinn skell á stóra sviðinu.

Vísi langar að kanna hug lesenda sinna varðandi það hver af eftirtöldum töpum séu þau vandræðalegustu hjá bestu fótboltaliðum heims.

Vandræðalegustu töp fótboltans undanfarin fimmtán ár:

0-7 tap Manchester United á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2023

0-4 tap Real Madrid á heimavelli á móti Barcelona í spænsku deildinni 2022

2-8 tap Barcelona á móti Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2020

2-7 tap Tottenam á móti Bayern München í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 2019

1-6 tap Paris Saint Germain á móti Barcelona í seinni leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2017

2-8 tap Arsenal á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni 2011

1-7 tap Brasilíu á heimavelli á móti Þýskalandi i undanúrslitum HM 2014

1-5 tap Spánar á móti Hollandi í riðlakeppni HM 2014

1-6 tap Manchester United á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni 2011

2-6 tap Real Madrid á heimavelli á móti Barcelona í spænsku deildinni 2009




Fleiri fréttir

Sjá meira


×