Eigandi Liverpool segir að félagið muni eyða „skynsamlega“ í leikmenn í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 11:01 John W. Henry og eiginkona hans Linda Pizzuti Henry með Jürgen Klopp. Getty/Michael Regan Þeir stuðningsmenn Liverpool sem vonuðust eftir stórum leikmannakaupum hjá félaginu í sumar verða að stilla væntingum sínum í hóf. John Henry, eigandi félagsins, segir að stefnan sé að fjárfesta í leikmönnum eftir tímabilið en það sé ekki von á miklum breytingum frá hegðun félagsins á markaðnum síðan að Fenway Sports Group eignaðist félagið. EXCLUSIVE: Liverpool owner John Henry tells me about FSG's long-term commitment to Reds and future plans.https://t.co/vP0q0vRF7I— Dave Powell (@_DavePowell) March 7, 2023 Liverpool átti möguleika á því að vinna fjóra titla á síðasta tímabili og vann þá tvo bikara. Það hefur lítið gengið á þessu tímabili en eftir 7-0 sigur á Manchester United í síðasta leik á félagið enn möguleika á að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Liverpool er samt 21 stigi á eftir toppliði Arsenal og stuðningsmenn félagsins eru flestir mjög pirraðir yfir því hversu lítinn stuðning knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur fengið á félagsskiptamarkaðnum. Henry ræddi stöðuna við Liverpool Echo og lagði áherslu á það að sýna skynsemi í leikmannakaupum. „Við höfum séð mörg fótboltafélög [líka Liverpool] eyða fram úr hófi,“ sagði John Henry. „Við höfum og munum halda áfram að einbeita okkur að því að eyða skynsamlega á leikmannamarkaðnum og erum áfram mjög stolt af leikmannahópi okkar í dag,“ sagði Henry. John Henry: We continue building at Liverpool Football Club in a responsible manner." [@LivEchoLFC] pic.twitter.com/jlRelhOI6F— Anfield Edition (@AnfieldEdition) March 7, 2023 „Á saman tíma höldum við áfram að fjárfesta í æfingaaðstöðunni hjá okkur, í aðalstúkunni og eins og er í Anfield Road stúkunni,“ sagði Henry. Eigendur Liverpool eru að leita sér að nýjum fjárfestum en hafa útilokað það að félagið verði selt eins og slegið var upp fyrr á leiktíðinni. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
John Henry, eigandi félagsins, segir að stefnan sé að fjárfesta í leikmönnum eftir tímabilið en það sé ekki von á miklum breytingum frá hegðun félagsins á markaðnum síðan að Fenway Sports Group eignaðist félagið. EXCLUSIVE: Liverpool owner John Henry tells me about FSG's long-term commitment to Reds and future plans.https://t.co/vP0q0vRF7I— Dave Powell (@_DavePowell) March 7, 2023 Liverpool átti möguleika á því að vinna fjóra titla á síðasta tímabili og vann þá tvo bikara. Það hefur lítið gengið á þessu tímabili en eftir 7-0 sigur á Manchester United í síðasta leik á félagið enn möguleika á að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Liverpool er samt 21 stigi á eftir toppliði Arsenal og stuðningsmenn félagsins eru flestir mjög pirraðir yfir því hversu lítinn stuðning knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur fengið á félagsskiptamarkaðnum. Henry ræddi stöðuna við Liverpool Echo og lagði áherslu á það að sýna skynsemi í leikmannakaupum. „Við höfum séð mörg fótboltafélög [líka Liverpool] eyða fram úr hófi,“ sagði John Henry. „Við höfum og munum halda áfram að einbeita okkur að því að eyða skynsamlega á leikmannamarkaðnum og erum áfram mjög stolt af leikmannahópi okkar í dag,“ sagði Henry. John Henry: We continue building at Liverpool Football Club in a responsible manner." [@LivEchoLFC] pic.twitter.com/jlRelhOI6F— Anfield Edition (@AnfieldEdition) March 7, 2023 „Á saman tíma höldum við áfram að fjárfesta í æfingaaðstöðunni hjá okkur, í aðalstúkunni og eins og er í Anfield Road stúkunni,“ sagði Henry. Eigendur Liverpool eru að leita sér að nýjum fjárfestum en hafa útilokað það að félagið verði selt eins og slegið var upp fyrr á leiktíðinni.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira