Enski boltinn

Milner hlaut MBE-orðuna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Milner hlaut orðuna við hátíðlega athöfn í Windsor kastala.
Milner hlaut orðuna við hátíðlega athöfn í Windsor kastala. Vísir/Getty

James Milner leikmaður Liverpool var sæmdur MBE-orðu breska konungsveldisins í gær. Orðuna hlýtur hann fyrir störf sín sem knattspyrnumaður og fyrir góðgerðastarf.

Milner er varafyrirliði Liverpool en hann hefur einnig leikið fyrir Leeds United, Newcastle, Aston Villa og Manchester City á sínum ferli. Hann hefur leikið yfir 600 leiki í ensku úrvalsdeildinni og á möguleika á að slá leikjamet Gareth Barry haldi hann áfram að spila.

Milner hlaut orðuna við hátíðlega athöfn í Windsor kastala í gær en það var Vilhjálmur krónprins sem afhenti Milner orðuna. 

Orðuna hlýtur Milner fyrir störf sín sem knattspyrnumaður og fyrir góðgerðastörf. Í góðgerðastörfum sínum hefur hann stofnað James Milner sjóðinn sem veitir ungu fólki í Bretlandi tækifæri til að stunda heilsusamlegan lífsstíl. 

„Þetta er hálf óraunverulegt, alveg ótrúlegt. Ég er mjög lánsamur að koma hingað og fá þessa orðu. Það hefur mikil vinna farið í knattspyrnuna. Ég er heppinn að hafa unnið með því fólki sem ég hef unnið með.“

„Konan mín, fjölskyldan og fleira fólk hafa hjálpað mikið við að safna pening fyrir James Milner sjóðinn. Ég vona að þau séu stolt í dag og þetta er viðurkenning fyrir alla þeirra vinnu og stuðning.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×