Lewis Hamilton: Þeir hlustuðu ekki á mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 09:30 Lewis Hamilton er ekki sáttur með Mercedes bílinn og fer ekkert í felur með það. Getty/Clive Mason/ Lewis Hamilton segir ekki hafi verið hlustað á athugasemdir sínar þegar koma að því að hanna nýja Mercedes bílinn fyrir þetta formúlu eitt tímabil. Hamilton hafði áður talað um að Mercedes liðið væri að fara aftur á bak en það gerði hann efir að hafa bara endað í fimmta sæti í fyrsta kappakstri tímabilsins. Nú gekk hann enn lengra og sagði hönnuða Mercedes ekki nýta sér reynslu sína sem sjöfalds heimsmeistara. "I know what a car need needs. I know what a car doesn't need" Lewis Hamilton says Mercedes did not listen to his concerns over their 2023 car pic.twitter.com/7RluF3OtDN— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) March 9, 2023 „Á síðasta voru atriði sem ég sagði þeim frá. Ég sagði þeim frá hvaða vandamál væru hjá bílnum,“ sagði Lewis Hamilton í hlaðvarpsþættinum „Chequered Flag“ á BBC Radio 5 Live. „Ég hef keyrt svo marga bíla í mínu lífi og ég veit því hvað kappakstursbíll þarf á að halda. Ég veit vel hvað bíll þarfnast ekki. Þetta snýst um að taka ábyrgð,“ sagði Hamilton. „Þetta snýst um að standa upp og segja: Já veistu hvað? Við hlustuðum ekki á þig. Hann er ekki á þeim stað sem hann þarf að vera og við þurfum að vinna í því,“ sagði Hamilton. „Við verðum að skoða jafnvægið í beygjunum, skoða alla veiku staðina og sameinast sem lið. Það er það sem við verðum að gera,“ sagði Hamilton. Hinn 38 ára gamli Hamilton hefur unnið fleiri kappakstra á ferlinum heldur en allir aðrir ökumenn formúlu eitt eða 103 þá er hann jafn Michael Schumacher með sjö heimsmeistaratitla. Hann vann hins vegar ekki einn kappakstur á síðasta tímabili, í fyrsta sinn á ferlinum, og endaði að lokum í sjötta sæti eftir að hafa verið númer eitt eða tvö á átta tímabilum í röð. „Við erum enn þá margfaldir heimsmeistarar. Við höfum bara ekki náð þessu réttu núna og við gerðum það heldur ekki í fyrra. Það þýðir að við getum ekki lagað það í næstu framtíð,“ sagði Hamilton. Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Hamilton hafði áður talað um að Mercedes liðið væri að fara aftur á bak en það gerði hann efir að hafa bara endað í fimmta sæti í fyrsta kappakstri tímabilsins. Nú gekk hann enn lengra og sagði hönnuða Mercedes ekki nýta sér reynslu sína sem sjöfalds heimsmeistara. "I know what a car need needs. I know what a car doesn't need" Lewis Hamilton says Mercedes did not listen to his concerns over their 2023 car pic.twitter.com/7RluF3OtDN— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) March 9, 2023 „Á síðasta voru atriði sem ég sagði þeim frá. Ég sagði þeim frá hvaða vandamál væru hjá bílnum,“ sagði Lewis Hamilton í hlaðvarpsþættinum „Chequered Flag“ á BBC Radio 5 Live. „Ég hef keyrt svo marga bíla í mínu lífi og ég veit því hvað kappakstursbíll þarf á að halda. Ég veit vel hvað bíll þarfnast ekki. Þetta snýst um að taka ábyrgð,“ sagði Hamilton. „Þetta snýst um að standa upp og segja: Já veistu hvað? Við hlustuðum ekki á þig. Hann er ekki á þeim stað sem hann þarf að vera og við þurfum að vinna í því,“ sagði Hamilton. „Við verðum að skoða jafnvægið í beygjunum, skoða alla veiku staðina og sameinast sem lið. Það er það sem við verðum að gera,“ sagði Hamilton. Hinn 38 ára gamli Hamilton hefur unnið fleiri kappakstra á ferlinum heldur en allir aðrir ökumenn formúlu eitt eða 103 þá er hann jafn Michael Schumacher með sjö heimsmeistaratitla. Hann vann hins vegar ekki einn kappakstur á síðasta tímabili, í fyrsta sinn á ferlinum, og endaði að lokum í sjötta sæti eftir að hafa verið númer eitt eða tvö á átta tímabilum í röð. „Við erum enn þá margfaldir heimsmeistarar. Við höfum bara ekki náð þessu réttu núna og við gerðum það heldur ekki í fyrra. Það þýðir að við getum ekki lagað það í næstu framtíð,“ sagði Hamilton.
Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira