Lewis Hamilton: Þeir hlustuðu ekki á mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 09:30 Lewis Hamilton er ekki sáttur með Mercedes bílinn og fer ekkert í felur með það. Getty/Clive Mason/ Lewis Hamilton segir ekki hafi verið hlustað á athugasemdir sínar þegar koma að því að hanna nýja Mercedes bílinn fyrir þetta formúlu eitt tímabil. Hamilton hafði áður talað um að Mercedes liðið væri að fara aftur á bak en það gerði hann efir að hafa bara endað í fimmta sæti í fyrsta kappakstri tímabilsins. Nú gekk hann enn lengra og sagði hönnuða Mercedes ekki nýta sér reynslu sína sem sjöfalds heimsmeistara. "I know what a car need needs. I know what a car doesn't need" Lewis Hamilton says Mercedes did not listen to his concerns over their 2023 car pic.twitter.com/7RluF3OtDN— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) March 9, 2023 „Á síðasta voru atriði sem ég sagði þeim frá. Ég sagði þeim frá hvaða vandamál væru hjá bílnum,“ sagði Lewis Hamilton í hlaðvarpsþættinum „Chequered Flag“ á BBC Radio 5 Live. „Ég hef keyrt svo marga bíla í mínu lífi og ég veit því hvað kappakstursbíll þarf á að halda. Ég veit vel hvað bíll þarfnast ekki. Þetta snýst um að taka ábyrgð,“ sagði Hamilton. „Þetta snýst um að standa upp og segja: Já veistu hvað? Við hlustuðum ekki á þig. Hann er ekki á þeim stað sem hann þarf að vera og við þurfum að vinna í því,“ sagði Hamilton. „Við verðum að skoða jafnvægið í beygjunum, skoða alla veiku staðina og sameinast sem lið. Það er það sem við verðum að gera,“ sagði Hamilton. Hinn 38 ára gamli Hamilton hefur unnið fleiri kappakstra á ferlinum heldur en allir aðrir ökumenn formúlu eitt eða 103 þá er hann jafn Michael Schumacher með sjö heimsmeistaratitla. Hann vann hins vegar ekki einn kappakstur á síðasta tímabili, í fyrsta sinn á ferlinum, og endaði að lokum í sjötta sæti eftir að hafa verið númer eitt eða tvö á átta tímabilum í röð. „Við erum enn þá margfaldir heimsmeistarar. Við höfum bara ekki náð þessu réttu núna og við gerðum það heldur ekki í fyrra. Það þýðir að við getum ekki lagað það í næstu framtíð,“ sagði Hamilton. Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Hamilton hafði áður talað um að Mercedes liðið væri að fara aftur á bak en það gerði hann efir að hafa bara endað í fimmta sæti í fyrsta kappakstri tímabilsins. Nú gekk hann enn lengra og sagði hönnuða Mercedes ekki nýta sér reynslu sína sem sjöfalds heimsmeistara. "I know what a car need needs. I know what a car doesn't need" Lewis Hamilton says Mercedes did not listen to his concerns over their 2023 car pic.twitter.com/7RluF3OtDN— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) March 9, 2023 „Á síðasta voru atriði sem ég sagði þeim frá. Ég sagði þeim frá hvaða vandamál væru hjá bílnum,“ sagði Lewis Hamilton í hlaðvarpsþættinum „Chequered Flag“ á BBC Radio 5 Live. „Ég hef keyrt svo marga bíla í mínu lífi og ég veit því hvað kappakstursbíll þarf á að halda. Ég veit vel hvað bíll þarfnast ekki. Þetta snýst um að taka ábyrgð,“ sagði Hamilton. „Þetta snýst um að standa upp og segja: Já veistu hvað? Við hlustuðum ekki á þig. Hann er ekki á þeim stað sem hann þarf að vera og við þurfum að vinna í því,“ sagði Hamilton. „Við verðum að skoða jafnvægið í beygjunum, skoða alla veiku staðina og sameinast sem lið. Það er það sem við verðum að gera,“ sagði Hamilton. Hinn 38 ára gamli Hamilton hefur unnið fleiri kappakstra á ferlinum heldur en allir aðrir ökumenn formúlu eitt eða 103 þá er hann jafn Michael Schumacher með sjö heimsmeistaratitla. Hann vann hins vegar ekki einn kappakstur á síðasta tímabili, í fyrsta sinn á ferlinum, og endaði að lokum í sjötta sæti eftir að hafa verið númer eitt eða tvö á átta tímabilum í röð. „Við erum enn þá margfaldir heimsmeistarar. Við höfum bara ekki náð þessu réttu núna og við gerðum það heldur ekki í fyrra. Það þýðir að við getum ekki lagað það í næstu framtíð,“ sagði Hamilton.
Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira