Salah brenndi af vítaspyrnu þegar Liverpool tapaði fyrir nýliðunum Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. mars 2023 14:22 Vítaspyrnan fór forgörðum. vísir/Getty Liverpool tókst alls ekki að fylgja eftir stórsigrinum á erkifjendunum í Man Utd þegar liðið heimsótti nýliða Bournemouth í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Lærisveinar Jurgen Klopp hafa ekki verið sannfærandi í sinni spilamennsku á leiktíðinni til þessa en stuðningsmenn liðsins vonuðust eftir því að frábær 7-0 sigur á Man Utd um síðustu helgi gæfi góð fyrirheit fyrir síðustu vikur tímabilsins. Liverpool byrjaði leikinn af krafti í dag en heimamenn náðu þó góðum upphlaupum í fyrri hálfleik og úr einu slíku náði Phillip Billing að koma Bournemouth í forystu eftir um hálftíma leik. Klopp gerði sóknarsinnaða breytingu í leikhléi þar sem Diogo Jota kom inn fyrir Harvey Elliott. Á 70.mínútu var vítaspyrna dæmd eftir að varnarmaður Bournemouth handlék knöttinn innan vítateigs. Egyptinn Mohamed Salah fór á vítapunktinn en spyrna hans var hreint út sagt skelfileg og sigldi framhjá markinu. Ekki tókst Liverpool að nýta lokamínútur leiksins til að jafna metin og lauk honum með 1-0 sigri Bournemouth. Enski boltinn
Liverpool tókst alls ekki að fylgja eftir stórsigrinum á erkifjendunum í Man Utd þegar liðið heimsótti nýliða Bournemouth í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Lærisveinar Jurgen Klopp hafa ekki verið sannfærandi í sinni spilamennsku á leiktíðinni til þessa en stuðningsmenn liðsins vonuðust eftir því að frábær 7-0 sigur á Man Utd um síðustu helgi gæfi góð fyrirheit fyrir síðustu vikur tímabilsins. Liverpool byrjaði leikinn af krafti í dag en heimamenn náðu þó góðum upphlaupum í fyrri hálfleik og úr einu slíku náði Phillip Billing að koma Bournemouth í forystu eftir um hálftíma leik. Klopp gerði sóknarsinnaða breytingu í leikhléi þar sem Diogo Jota kom inn fyrir Harvey Elliott. Á 70.mínútu var vítaspyrna dæmd eftir að varnarmaður Bournemouth handlék knöttinn innan vítateigs. Egyptinn Mohamed Salah fór á vítapunktinn en spyrna hans var hreint út sagt skelfileg og sigldi framhjá markinu. Ekki tókst Liverpool að nýta lokamínútur leiksins til að jafna metin og lauk honum með 1-0 sigri Bournemouth.