Tapið skelfilega eini heili leikur Casemiro á tíu leikja tímabili Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2023 15:30 David de Gea reynir að hughreysta Casemiro eftir rauða spjaldið gegn Southampton. EPA-EFE/Adam Vaughan Manchester United þarf að spjara sig án brasilíska miðjumannsins Casemiro í fjórum leikjum til viðbótar eftir að hann fékk sitt annað rauða spjald á rúmum mánuði í gær, í jafnteflinu við Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta eru ansi slæmar fréttir fyrir United því Casemiro hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Real Madrid. Tölfræðin sýnir að liðinu gengur mun betur með hann innanborðs og er United með 76% sigurhlutfall í leikjum Casemiro en aðeins 43% í leikjunum sjö án hans, ef horft er til allra keppna. Manchester United with and without Casemiro this season... pic.twitter.com/VRpfo3QnuU— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2023 Casemiro fékk einnig rautt spjald gegn Crystal Palace í febrúar. Þessi rauðu spjöld, og alls sjö leikja bann sem þeim fylgir, þýða að á tíu leikja tímabili United í ensku úrvalsdeildinni er eini heili leikurinn hjá Casemiro 7-0 tapið gegn Liverpool. Fyrsti leikurinn í þeirri törn er leikur þar sem að Casemiro tók út bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda, í tveimur leikjum fékk hann rautt spjald og rauðu spjöldin halda honum frá keppni í samtals sex deildarleikjum. Casemiro's 10-match league span: Suspended Sent off Suspended Suspended Suspended Lost 7-0 Sent off Suspended Suspended Suspended pic.twitter.com/Iil8AvLjEf— WhoScored.com (@WhoScored) March 13, 2023 Casemiro verður ekki bara í banni í deildarleikjum því hann byrjar á að taka út einn leik í banni um næstu helgi þegar United mætir Fulham í ensku bikarkeppninni. Hann missir svo af leikjum gegn Newcastle, Brentford og Everton í deildinni, og gæti næst spilað deildarleik 15. apríl gegn Nottingham Forest. Bannið hefur þó ekki áhrif á Evrópudeildina og þar getur Casemiro spilað á fimmtudaginn í seinni leiknum gegn Real Betis á Spáni. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira
Þetta eru ansi slæmar fréttir fyrir United því Casemiro hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Real Madrid. Tölfræðin sýnir að liðinu gengur mun betur með hann innanborðs og er United með 76% sigurhlutfall í leikjum Casemiro en aðeins 43% í leikjunum sjö án hans, ef horft er til allra keppna. Manchester United with and without Casemiro this season... pic.twitter.com/VRpfo3QnuU— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2023 Casemiro fékk einnig rautt spjald gegn Crystal Palace í febrúar. Þessi rauðu spjöld, og alls sjö leikja bann sem þeim fylgir, þýða að á tíu leikja tímabili United í ensku úrvalsdeildinni er eini heili leikurinn hjá Casemiro 7-0 tapið gegn Liverpool. Fyrsti leikurinn í þeirri törn er leikur þar sem að Casemiro tók út bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda, í tveimur leikjum fékk hann rautt spjald og rauðu spjöldin halda honum frá keppni í samtals sex deildarleikjum. Casemiro's 10-match league span: Suspended Sent off Suspended Suspended Suspended Lost 7-0 Sent off Suspended Suspended Suspended pic.twitter.com/Iil8AvLjEf— WhoScored.com (@WhoScored) March 13, 2023 Casemiro verður ekki bara í banni í deildarleikjum því hann byrjar á að taka út einn leik í banni um næstu helgi þegar United mætir Fulham í ensku bikarkeppninni. Hann missir svo af leikjum gegn Newcastle, Brentford og Everton í deildinni, og gæti næst spilað deildarleik 15. apríl gegn Nottingham Forest. Bannið hefur þó ekki áhrif á Evrópudeildina og þar getur Casemiro spilað á fimmtudaginn í seinni leiknum gegn Real Betis á Spáni.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira