Enski boltinn

Segir best fyrir alla hjá Spurs ef Conte hættir núna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Framtíð Antonios Conte hjá Tottenham er óráðin.
Framtíð Antonios Conte hjá Tottenham er óráðin. getty/Tottenham Hotspur FC

Antonio Conte ætti að yfirgefa Tottenham undir eins ef hann vill ekki vera áfram hjá félaginu. Þetta segir Chris Sutton, álitsgjafi hjá BBC.

Samningur Contes við Tottenham rennur út eftir tímabilið og hefur ekki verið endurnýjaður. Spurs er úr leik í öllum bikarkeppnunum en er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

„Það er betra fyrir alla hlutaðeigandi ef hann hættir núna. Ég held að hann klári tímabilið en ég er ekki viss hvað er í gangi hjá Tottenham núna. Conte þarf að ákveða sig, hvort hann ætli að vera áfram svo Spurs geti haldið áfram,“ sagði Sutton á BBC.

„Það lítur samt ekki út fyrir að hann verði áfram. Þannig ef Spurs vill halda áfram væri best að gera breytingu núna. Þeir hafa tekið stórt skref aftur á bak frá síðasta tímabili og eru rosalega óstöðugir.“

Conte tók við Tottenham af Nuno Espirito Santo í nóvember 2021. Á síðasta tímabili endaði Spurs í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×