„Ég bind miklar vonir við sveppi" Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. mars 2023 16:19 Björk segir að lífið á Íslandi geri henni kleift að komast niður á jörðina. Getty Björk Guðmundsdóttir var í viðtali við franska miðilinn Numéro nú á dögunum og fór þar um víðan völl. Tíunda hljómplata Bjarkar , Fossora, kom út í október síðastliðnum og líkt og fram kemur í viðtalinu koma sveppir þar víða við sögu, bæði í texta og myndum. Aðspurð um hvað sé svona heillandi við sveppi segist Björk vera heilluð af lækningamætti þeirra, útlit þeirra og orku, og tengingu þeirra við taugakerfi manna. „Í dag erum við að uppgötva svo margt um sveppi: á Chernobyl svæðinu og öðrum stöðum þar sem kjarnorkuhamfarir áttu sér stað eru sveppirnir fyrstu lífverurnar sem byrja að vaxa á ný. Ég bind miklar vonir við sveppi þegar kemur að loftlagskrísunni sem við stöndum frammi fyrir. Við ættum að veita þeim sem eru að rannsaka sveppi nánari gaum.“ Elskar að vera á Íslandi Í viðtalinu ræðir Björk einnig um lífið á Íslandi, en hún var búsett í London á tíunda áratugnum og síðan í New York í fjölda ára, áður en hún flutti alfarið til Íslands. „Þegar ég átti hús í London eða í Brooklyn þá bjó ég samt sem áður helminginn af tímanum á Íslandi, þar af leiðandi eru þessar tvær borgir mitt annað heimili. Ég elska að vera á Íslandi, ég var himinlifandi þegar ferðatakmarkanir voru settar á og ég þurfti þar af leiðandi hvorki af yfirgefa heimilið mitt á Íslandi eða fara á flugvöllinn, sem var ótrúlegt.“ Þá segir Björk að lífið á Íslandi geri henni kleift að komast niður á jörðina. „Að búa í þorpi af þessari stærð gerir lífið afar auðvelt. Ég elska að ef mig langar að fara og sjá sýningu þá tekur það mig fimm mínútur að komast þangað. Ef ég vil eiga heimspekilegar samræður við vin minn, þá þarf ég ekki annað en að senda honum skilaboð og hitt hann svo á kaffihúsi eftir tíu mínútur. Ef ég vil sjá nýju Star Wars myndina þá er það í nokkurra mínútna göngufæri frá heimilinu mínu.“ Björk segir veðrið og smæð Reykjavíkur gera það að verkum að Íslendingar eru afar óheflaðir og frjálslegir. „Hér þarft þú ekki að plana hlutina fyrirfram. Ef þú segir við Íslending: „Þú getur komið í mat til mín eftir viku,“ þá heldur viðkomandi að maður sé eitthvað klikkaður, eins og ég upplifði þegar ég var að tala við Lundúnabúa eða New York búa! Í dag upplifi ég það ekki eins og ég sé að fórna öllum þessum hlutum sem ég gæti verið að gera í þessum stórborgum. Það er eiginlega þveröfugt. Núna er mikið af sýningum, leikverkum og tónleikum sem koma hingað til Íslands, þannig var það ekki þegar ég var á þrítugsaldri.“ Björk Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Tíunda hljómplata Bjarkar , Fossora, kom út í október síðastliðnum og líkt og fram kemur í viðtalinu koma sveppir þar víða við sögu, bæði í texta og myndum. Aðspurð um hvað sé svona heillandi við sveppi segist Björk vera heilluð af lækningamætti þeirra, útlit þeirra og orku, og tengingu þeirra við taugakerfi manna. „Í dag erum við að uppgötva svo margt um sveppi: á Chernobyl svæðinu og öðrum stöðum þar sem kjarnorkuhamfarir áttu sér stað eru sveppirnir fyrstu lífverurnar sem byrja að vaxa á ný. Ég bind miklar vonir við sveppi þegar kemur að loftlagskrísunni sem við stöndum frammi fyrir. Við ættum að veita þeim sem eru að rannsaka sveppi nánari gaum.“ Elskar að vera á Íslandi Í viðtalinu ræðir Björk einnig um lífið á Íslandi, en hún var búsett í London á tíunda áratugnum og síðan í New York í fjölda ára, áður en hún flutti alfarið til Íslands. „Þegar ég átti hús í London eða í Brooklyn þá bjó ég samt sem áður helminginn af tímanum á Íslandi, þar af leiðandi eru þessar tvær borgir mitt annað heimili. Ég elska að vera á Íslandi, ég var himinlifandi þegar ferðatakmarkanir voru settar á og ég þurfti þar af leiðandi hvorki af yfirgefa heimilið mitt á Íslandi eða fara á flugvöllinn, sem var ótrúlegt.“ Þá segir Björk að lífið á Íslandi geri henni kleift að komast niður á jörðina. „Að búa í þorpi af þessari stærð gerir lífið afar auðvelt. Ég elska að ef mig langar að fara og sjá sýningu þá tekur það mig fimm mínútur að komast þangað. Ef ég vil eiga heimspekilegar samræður við vin minn, þá þarf ég ekki annað en að senda honum skilaboð og hitt hann svo á kaffihúsi eftir tíu mínútur. Ef ég vil sjá nýju Star Wars myndina þá er það í nokkurra mínútna göngufæri frá heimilinu mínu.“ Björk segir veðrið og smæð Reykjavíkur gera það að verkum að Íslendingar eru afar óheflaðir og frjálslegir. „Hér þarft þú ekki að plana hlutina fyrirfram. Ef þú segir við Íslending: „Þú getur komið í mat til mín eftir viku,“ þá heldur viðkomandi að maður sé eitthvað klikkaður, eins og ég upplifði þegar ég var að tala við Lundúnabúa eða New York búa! Í dag upplifi ég það ekki eins og ég sé að fórna öllum þessum hlutum sem ég gæti verið að gera í þessum stórborgum. Það er eiginlega þveröfugt. Núna er mikið af sýningum, leikverkum og tónleikum sem koma hingað til Íslands, þannig var það ekki þegar ég var á þrítugsaldri.“
Björk Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira