Hamilton horfir öfundaraugum á Red Bull bílinn: Aldrei séð svona hraðan bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2023 16:00 Lewis Hamilton endaði í fimmta sæti um helgina og er í fimmta sæti eftir tvær keppnir á nýju formúlu eitt tímabili. AP/Luca Bruno Breski ökukappinn Lewis Hamilton segir að það sé nánast ómögulegt að keppa við Red Bull liðið í formúlu eitt á þessu tímabili. Hamilton hefur sjálfur unnið sjö heimsmeistaratitla og var lengi algjör yfirburðamaður í formúlunni en það hefur lítið gengið hjá honum og Mercedes bílnum síðustu tvö ár. Nú lítur út fyrir að Hamilton og félagar séu alltaf að dragast lengur og lengur aftur úr Red Bull liðinu. Lewis Hamilton has claimed that this Red Bull is the fastest car he s ever seen in F1 https://t.co/DuIz5YP8Nl— ESPN F1 (@ESPNF1) March 19, 2023 Red Bull liðið hefur unnið tvöfalt í báðum keppnunum á nýju tímabili. Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari vann þann fyrri í Barein og liðfélagi hans Sergio Pérez þann síðari í Sádí-Arabíu. Verstappen komst á pall þrátt fyrir að ræsa fimmtándi. „Ég hef aldrei áður séð svona hraðan bíl. Þegar við vorum fljótir þá vorum við ekki svona fljótir,“ sagði Lewis Hamilton við Reuters eftir kappaksturinn um helgina. 'I've never seen a car so fast', says Hamilton of Red Bull https://t.co/Ao3trmbX2R pic.twitter.com/28Umpd0xq1— Reuters (@Reuters) March 20, 2023 Hamilton sagðist hafa verið svo vonlítill að hann hafi ekki einu sinni reynt að halda aftur af Verstappen þegar hann tók fram úr honum á leiðinni úr fimmtánda sæti upp í annað sætið. „Ég reyndi ekki einu sinni að reyna að halda honum fyrir aftan mig því það er svo mikill hraðamunur á bílnum. Ég held að þetta sér hraðasti bíll sem ég hef séð ekki síst í samanburði við hina bílana í brautinni. Ég veit ekki hvernig og af hverju en það er rosalegur munur á hraða bílanna,“ sagði Hamilton. Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton hefur sjálfur unnið sjö heimsmeistaratitla og var lengi algjör yfirburðamaður í formúlunni en það hefur lítið gengið hjá honum og Mercedes bílnum síðustu tvö ár. Nú lítur út fyrir að Hamilton og félagar séu alltaf að dragast lengur og lengur aftur úr Red Bull liðinu. Lewis Hamilton has claimed that this Red Bull is the fastest car he s ever seen in F1 https://t.co/DuIz5YP8Nl— ESPN F1 (@ESPNF1) March 19, 2023 Red Bull liðið hefur unnið tvöfalt í báðum keppnunum á nýju tímabili. Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari vann þann fyrri í Barein og liðfélagi hans Sergio Pérez þann síðari í Sádí-Arabíu. Verstappen komst á pall þrátt fyrir að ræsa fimmtándi. „Ég hef aldrei áður séð svona hraðan bíl. Þegar við vorum fljótir þá vorum við ekki svona fljótir,“ sagði Lewis Hamilton við Reuters eftir kappaksturinn um helgina. 'I've never seen a car so fast', says Hamilton of Red Bull https://t.co/Ao3trmbX2R pic.twitter.com/28Umpd0xq1— Reuters (@Reuters) March 20, 2023 Hamilton sagðist hafa verið svo vonlítill að hann hafi ekki einu sinni reynt að halda aftur af Verstappen þegar hann tók fram úr honum á leiðinni úr fimmtánda sæti upp í annað sætið. „Ég reyndi ekki einu sinni að reyna að halda honum fyrir aftan mig því það er svo mikill hraðamunur á bílnum. Ég held að þetta sér hraðasti bíll sem ég hef séð ekki síst í samanburði við hina bílana í brautinni. Ég veit ekki hvernig og af hverju en það er rosalegur munur á hraða bílanna,“ sagði Hamilton.
Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira