Enski boltinn

Marcus Rashford meiddur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford meiddist í bikarsigri Manchester United um helgina.
Marcus Rashford meiddist í bikarsigri Manchester United um helgina. AP/Jon Super

Marcus Rashford hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum eftir að hafa meiðst í leik Manchester United og Fulham í enska bikarnum um helgina.

Manchester United sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kemur fram að Rashford geti ekki spilað með enska landsliðinu í leikjum á móti Ítalíu og Úkraínu í undankeppni EM.

Rashford fékk högg í aðdraganda marksins hjá Fulham en fór þó ekki af velli fyrr en á 83. mínútu.

Rashford skoraði sitt þrítugasta mark í öllum keppnum á leiktíðinni þegar hann tryggði Manchester United 1-0 sigur á Real Betis í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.

Enska landsliðið mun sakna Rashford sem hefur verið sjóðandi heitur síðan að hann skoraði þrjú mörk fyrir England á HM í Katar.

United mennirnir Harry Maguire og Luke Shaw eru í hópnum hjá Englendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×