Enski boltinn

Man City menn sagðir sann­færðir um að þeir fái Belling­ham í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jude Bellingham eftir leik Borussia Dortmund og 1.FC Köln á dögunum.
Jude Bellingham eftir leik Borussia Dortmund og 1.FC Köln á dögunum. AP/Martin Meissner

Það lítur verr og verr út fyrir Liverpool að félagið getið fengið enska landsliðsmiðjumanninn Jude Bellingham til sín í sumar.

Real Madrid pakkaði Liverpool saman inn á vellinum í Meistaradeildinni á dögunum og virðast líka vera komnir fram úr þeim í eltingarleiknum við Bellingham.

Liveroool þykir ekki mjög spennandi kostur nú þegar liðið hefur misst dampinn, átt skelfilegt tímabil og verður að öllum líkindum ekki með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Forráðamenn Manchester City eru hins vegar ekki búnir að gefa upp vonina að Bellingham komi í enska boltann.

Heimildarmenn ESPN segja að Manchester City menn séu hreinlega sannfærðir um að þeir fái Jude Bellingham í sumar.

Það lítur því út þannig að kapphlaupið um Bellingham í sumar verði á milli Real Madrid og Manchester City.

City gæti selt Bernardo Silva til Barcelona eða Paris Saint-Germain í sumar og þá gæti Ilkay Gundogan einnig yfirgefið félagið.

Þó að það sé ekki eins lífsnauðsynlegt fyrir City eins og fyrir Liverpool að fá nýtt blóð inn á miðjuna þá er ljóst að City er að hugsa til sinnar framtíðarskipan þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×