Vill að Conte sé nákvæmari í gagnrýni sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2023 12:31 Antonio Conte gagnrýndi Pierre Emile Höjbjerg og félaga hans harðlega eftir jafnteflið við Southampton. getty/Chloe Knott Pierre-Emile Höjberg, leikmaður Tottenham, vill að Antonio Conte, knattspyrnustjóri liðsins, skýri betur hvað hann átti við þegar hann úthúðaði öllu hjá Spurs í sannkallaðri eldræðu á blaðamannafundi eftir 3-3 jafntefli við Southampton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Conte fór mikinn á blaðamannafundinum og allt og allir tengdir Tottenham fengu það óþvegið. Hann sakaði leikmenn sína um að vera eigingjarna og sagði Tottenham hálf metnaðarlaust félag. „Gallinn er að enn og aftur sýndum við að við erum ekki lið. Ég sé eigingjarna leikmenn, ég sé leikmenn sem hjálpa ekki hvor öðrum og spila ekki af öllu hjarta,“ sagði Conte meðal annars. „Þeir spila ekki um neitt sem skiptir máli. Þeir vilja ekki spila undir pressu, þeir vilja ekki spila leiki þar sem mikið er undir. Það er auðveldara svona. Þetta er saga Tottenham: Sami eigandi í 20 ár en þeir hafa aldrei unnið neitt. Af hverju?“ Í samtali við Tipsbladet var hinn danski Höjberg spurður út í ummæli Contes. „Ég held við höfum öll séð þetta,“ sagði Höjberg. „Hann var opinn og heiðarlegur vegna þess að hann er ekki sáttur. Við höfum ekki náð úrslitunum sem liðið vill. En við erum enn þar sem við viljum vera í ensku úrvalsdeildinni. En þetta er erfitt.“ Höjberg skilur Conte ágætlega og vill gera betur en hefði kosið að stjórinn hefði verið nákvæmari í svörum. „Þú gerir það sem þú gerir til að gleðja hann. Ég veit að ég er heiðarlegur leikmaður sem gefur alltaf hundrað prósent,“ sagði Conte. „Ef þetta er eins og hann sér þetta þá þarf hann að vera aðeins nákvæmari í svörum til að leikmenn geti tekið þetta til sín.“ Fyrsti leikur Spurs eftir landsleikjahléið er gegn Everton mánudaginn 3. apríl. Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira
Conte fór mikinn á blaðamannafundinum og allt og allir tengdir Tottenham fengu það óþvegið. Hann sakaði leikmenn sína um að vera eigingjarna og sagði Tottenham hálf metnaðarlaust félag. „Gallinn er að enn og aftur sýndum við að við erum ekki lið. Ég sé eigingjarna leikmenn, ég sé leikmenn sem hjálpa ekki hvor öðrum og spila ekki af öllu hjarta,“ sagði Conte meðal annars. „Þeir spila ekki um neitt sem skiptir máli. Þeir vilja ekki spila undir pressu, þeir vilja ekki spila leiki þar sem mikið er undir. Það er auðveldara svona. Þetta er saga Tottenham: Sami eigandi í 20 ár en þeir hafa aldrei unnið neitt. Af hverju?“ Í samtali við Tipsbladet var hinn danski Höjberg spurður út í ummæli Contes. „Ég held við höfum öll séð þetta,“ sagði Höjberg. „Hann var opinn og heiðarlegur vegna þess að hann er ekki sáttur. Við höfum ekki náð úrslitunum sem liðið vill. En við erum enn þar sem við viljum vera í ensku úrvalsdeildinni. En þetta er erfitt.“ Höjberg skilur Conte ágætlega og vill gera betur en hefði kosið að stjórinn hefði verið nákvæmari í svörum. „Þú gerir það sem þú gerir til að gleðja hann. Ég veit að ég er heiðarlegur leikmaður sem gefur alltaf hundrað prósent,“ sagði Conte. „Ef þetta er eins og hann sér þetta þá þarf hann að vera aðeins nákvæmari í svörum til að leikmenn geti tekið þetta til sín.“ Fyrsti leikur Spurs eftir landsleikjahléið er gegn Everton mánudaginn 3. apríl.
Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira