Stórmeistaramótið í beinni: Barist um sæti í úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. mars 2023 17:15 Stórmeistaramót Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO er í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Undanúrslitin fara fram í kvöld þar sem fjögur lið berjast um tvö laus sæti í úrslitunum sjálfum sem fara fram á morgun. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign Atlantic Esports og Dusty, en Dusty tryggði sér deildarmeistaratitilinn á dögunum og hefur einokað þá titla sem í boði eru í íslensku CS:GO-senunni undanfarin ár. Atlantic var þó í harðri baráttu við Dusty fram á seinasta dag í deildinni þetta tímabilið og því verður áhugavert að sjá hvort liðinu takist að skáka sigursælasta rafíþróttaliði Íslands. Það eru svo Þór og FH sem mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni klukkan 20:30. Þórsarar voru einnig í baráttunni um deildarmeistaratitilinn fram á seinustu umferð, en FH-ingar voru í pakkanum sem barðist um fjórða sætið. Undanúrslitin í kvöld og úrslitin á morgun verða að sjálfsögðu sýnd á risaskjá á Arena Gaming, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, en leikirnir verða einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og í spilaranum hér fyrir neðan. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti
Undanúrslitin fara fram í kvöld þar sem fjögur lið berjast um tvö laus sæti í úrslitunum sjálfum sem fara fram á morgun. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign Atlantic Esports og Dusty, en Dusty tryggði sér deildarmeistaratitilinn á dögunum og hefur einokað þá titla sem í boði eru í íslensku CS:GO-senunni undanfarin ár. Atlantic var þó í harðri baráttu við Dusty fram á seinasta dag í deildinni þetta tímabilið og því verður áhugavert að sjá hvort liðinu takist að skáka sigursælasta rafíþróttaliði Íslands. Það eru svo Þór og FH sem mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni klukkan 20:30. Þórsarar voru einnig í baráttunni um deildarmeistaratitilinn fram á seinustu umferð, en FH-ingar voru í pakkanum sem barðist um fjórða sætið. Undanúrslitin í kvöld og úrslitin á morgun verða að sjálfsögðu sýnd á risaskjá á Arena Gaming, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, en leikirnir verða einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og í spilaranum hér fyrir neðan.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti