Verðlaunahóf Ljósleiðaradeildarinnar fer fram í fyrsta skipti í kvöld Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. mars 2023 14:15 Þeir fimm sem tilnefndir eru sem leikmaður ársins. Leikmenn og lið sem hafa skarað fram úr á tímabilinu í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO verða verðlaunaðir að loknum úrslitaleik Stórmeistaramótsins milli Atlantic Esports og Þórs í kvöld. Verður þetta í fyrsta skipti sem verðlaunahóf af þessu tagi er haldið í kringum Ljósleiðaradeildina. Það má með sanni segja að efnt verði til veislu á Arena Gaming í kvöld þegar úrslitin ráðast á Stórmeistaramótinu. Dagskráin hefst á slaginu klukkan 17:00 og verður eitthvað um að vera langt fram eftir kvöldi. Úrslitaleikurinn sjálfur hefst svo klukkan 19:00, en að honum loknum verða þeir leikmenn og lið sem þóttu skara fram úr á tímabilinu heiðraðir með verðlaunum. Alls verða veitt verðlaun í níu flokkum og eru þrír leikmenn, eða þrjú lið, tilnefnd í hverjum flokki, nema í einum flokk þar sem fimm leikmenn berjast um titilinn „Leikmaður ársins.“ Tilnefningarnar má sjá hér fyrir neðan, en þrátt fyrir að úrslitaleikurinn sjálfur verði í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi verður verðlaunaafhendingin aðeins sýnd í persónu á Arena Gaming. Kynnir kvöldsins á verðlaunaafhendingunni verður JóiSpói24, sem er að öllum líkindum lang þekktasti „streamer“ landsins. Klippa: Red Bull Award Show Tilnefningar Bjartasta vonin: Moshii, Bl1ck, Pabo In Game Leader: Blazter, Th0r, Bjarni Support ársins: Furious, Detinate, Clvr Rifler ársins: Brnr, Eddezennn, Peterrr AWP ársins: Th0r, Ravle, Ofvy Entry ársins: Minidegreez, Bl1ck, Eddezennn Play ársins: Bjarni, Mozart, Furious Lið ársins: Atlantic Esports, Þór, Dusty Leikmaður ársins: Th0r, Bl1ck, Blazter, Peterrr, Brnr Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf
Það má með sanni segja að efnt verði til veislu á Arena Gaming í kvöld þegar úrslitin ráðast á Stórmeistaramótinu. Dagskráin hefst á slaginu klukkan 17:00 og verður eitthvað um að vera langt fram eftir kvöldi. Úrslitaleikurinn sjálfur hefst svo klukkan 19:00, en að honum loknum verða þeir leikmenn og lið sem þóttu skara fram úr á tímabilinu heiðraðir með verðlaunum. Alls verða veitt verðlaun í níu flokkum og eru þrír leikmenn, eða þrjú lið, tilnefnd í hverjum flokki, nema í einum flokk þar sem fimm leikmenn berjast um titilinn „Leikmaður ársins.“ Tilnefningarnar má sjá hér fyrir neðan, en þrátt fyrir að úrslitaleikurinn sjálfur verði í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi verður verðlaunaafhendingin aðeins sýnd í persónu á Arena Gaming. Kynnir kvöldsins á verðlaunaafhendingunni verður JóiSpói24, sem er að öllum líkindum lang þekktasti „streamer“ landsins. Klippa: Red Bull Award Show Tilnefningar Bjartasta vonin: Moshii, Bl1ck, Pabo In Game Leader: Blazter, Th0r, Bjarni Support ársins: Furious, Detinate, Clvr Rifler ársins: Brnr, Eddezennn, Peterrr AWP ársins: Th0r, Ravle, Ofvy Entry ársins: Minidegreez, Bl1ck, Eddezennn Play ársins: Bjarni, Mozart, Furious Lið ársins: Atlantic Esports, Þór, Dusty Leikmaður ársins: Th0r, Bl1ck, Blazter, Peterrr, Brnr
Bjartasta vonin: Moshii, Bl1ck, Pabo In Game Leader: Blazter, Th0r, Bjarni Support ársins: Furious, Detinate, Clvr Rifler ársins: Brnr, Eddezennn, Peterrr AWP ársins: Th0r, Ravle, Ofvy Entry ársins: Minidegreez, Bl1ck, Eddezennn Play ársins: Bjarni, Mozart, Furious Lið ársins: Atlantic Esports, Þór, Dusty Leikmaður ársins: Th0r, Bl1ck, Blazter, Peterrr, Brnr
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf